Fjögur unnu tvö gull á einstökum áhöldum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2015 16:51 Íslandsmeistarar í öllum flokkum. Mynd/Fimleikasamband Íslands Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu, Valgarð Reinhardsson úr Gerplu, Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni og Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni unnu öll tvö áhöld þegar keppt var á þeim í dag. Í gær fór fram keppni í fjölþraut, en í henni er keppt á fjórum áhöldum í kvennaflokki og sex áhöldum í karlaflokki. Í dag var keppt í úrslitum á einstökum áhöldum. Keppt er í flokki fullorðina og unglinga. Íslandsmeistari kvenna varð Thelma Rut Hermannsdóttir með 79,350 sem með sigrinum skráði nafn sitt í sögubækurnar, þar sem hún er nú orðin sigursælasta fimleikakona Íslands frá upphafi með 6 Íslandsmeistara titla. Þar með náði hún metinu af Berglindi Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem áður deildu metinu með Thelmu Rut. Íslandsmeistari karla varð Valgarð Reinhardsson, með 79,400 stig en hann sigraði með yfirburðum. Valgarð býr og æfir í Kanada og greinilegt er að þessi ungi fimleikamaður sem er ekki nema 18 ára á framtíðina fyrir sér. Íslandsmeistarar unglinga urðu svo Aron Freyr Axelsson, Ármanni með 68,550 stig og Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu með 48,900 stig Í keppni á einstökum áhöldum kvennamegin vann Norma Dögg Róbertsdóttir, Gerplu á tveimur áhöldum, stökki og slá. Dominiqua Alma Belányi, Ármanni sigrði á tvíslá, Thelma Rut Hermannsdóttir, Gerplu á gólfi. Í karlaflokki sigraði Valgarð Reinhardsson, Gerplu á tveimur áhöldum, gólfi og tvíslá. Jón Sigurður Gunnarsson varð einnig í fyrsta sæti á tvíslá en Jón Sigurður vann einnig í keppni á svifrá. Bjarki Ásgeirsson, Ármanni, sigraði svo líka á tveimur áhöldum, bogahesti og á hringjum. Hrannar Jónsson varð síðan Íslandsmeistari í stökki. Í unglingaflokki kvenna sigraði Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu á stökki og gólfi. Fjóla Rún Þorsteinsdóttir, Fylki sigraði á tvíslá og Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerplu á slá. Í unglingaflokki karla sigraði Aron Freyr Axelsson, Ármanni á gólfi, bogahesti og svifrá. Stefán Ingvarsson sigraði á hringjum og á tvíslá. Saman í fyrsta sæti á stökki voru svo Martin Bjarni Guðmundsson, Gerplu og Sævar Ingi Sigurðarson, Gerplu. Íþróttir Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira
Það voru margir margfaldir Íslandsmeistarar á stórglæsilegu Íslandsmóti í áhaldafimleikum sem fram fór um helgina í Laugabóli í umsjón Fimleikadeildar Ármanns. Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu, Valgarð Reinhardsson úr Gerplu, Jón Sigurður Gunnarsson úr Ármanni og Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni unnu öll tvö áhöld þegar keppt var á þeim í dag. Í gær fór fram keppni í fjölþraut, en í henni er keppt á fjórum áhöldum í kvennaflokki og sex áhöldum í karlaflokki. Í dag var keppt í úrslitum á einstökum áhöldum. Keppt er í flokki fullorðina og unglinga. Íslandsmeistari kvenna varð Thelma Rut Hermannsdóttir með 79,350 sem með sigrinum skráði nafn sitt í sögubækurnar, þar sem hún er nú orðin sigursælasta fimleikakona Íslands frá upphafi með 6 Íslandsmeistara titla. Þar með náði hún metinu af Berglindi Pétursdóttur og Sif Pálsdóttur sem áður deildu metinu með Thelmu Rut. Íslandsmeistari karla varð Valgarð Reinhardsson, með 79,400 stig en hann sigraði með yfirburðum. Valgarð býr og æfir í Kanada og greinilegt er að þessi ungi fimleikamaður sem er ekki nema 18 ára á framtíðina fyrir sér. Íslandsmeistarar unglinga urðu svo Aron Freyr Axelsson, Ármanni með 68,550 stig og Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu með 48,900 stig Í keppni á einstökum áhöldum kvennamegin vann Norma Dögg Róbertsdóttir, Gerplu á tveimur áhöldum, stökki og slá. Dominiqua Alma Belányi, Ármanni sigrði á tvíslá, Thelma Rut Hermannsdóttir, Gerplu á gólfi. Í karlaflokki sigraði Valgarð Reinhardsson, Gerplu á tveimur áhöldum, gólfi og tvíslá. Jón Sigurður Gunnarsson varð einnig í fyrsta sæti á tvíslá en Jón Sigurður vann einnig í keppni á svifrá. Bjarki Ásgeirsson, Ármanni, sigraði svo líka á tveimur áhöldum, bogahesti og á hringjum. Hrannar Jónsson varð síðan Íslandsmeistari í stökki. Í unglingaflokki kvenna sigraði Nanna Guðmundsdóttir, Gróttu á stökki og gólfi. Fjóla Rún Þorsteinsdóttir, Fylki sigraði á tvíslá og Thelma Aðalsteinsdóttir, Gerplu á slá. Í unglingaflokki karla sigraði Aron Freyr Axelsson, Ármanni á gólfi, bogahesti og svifrá. Stefán Ingvarsson sigraði á hringjum og á tvíslá. Saman í fyrsta sæti á stökki voru svo Martin Bjarni Guðmundsson, Gerplu og Sævar Ingi Sigurðarson, Gerplu.
Íþróttir Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira