Innlent

Flest skíðasvæðin opin í dag

Bjarki Ármannsson skrifar
Opið verður á flestum skíðasvæðum landsins í dag og veðurspá ágæt.
Opið verður á flestum skíðasvæðum landsins í dag og veðurspá ágæt. Vísir/Vilhelm
Opið verður á flestum skíðasvæðum landsins í dag og veðurspá ágæt. Í Bláfjöllum opnar klukkan tíu og stefnt á að hafa opið til fimm. Vindhraði er þar um fimm til átta metrar á sekúndu og einnar gráðu frost.

Í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur verið talsvert rok, um tólf til sextán metrar á sekúndu, og er til skoðunar að opna klukkan ellefu. Skíða- og brettaskólinn fellur niður í dag.

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar og skíðasvæðið í Stafdal opna bæði nú klukkan tíu og stefnt á að hafa opið til fjögur. Veðrið er sagt bjart og fallegt fyrir austan en fyrir vestan á að birta til með deginum.

Þá opnar klukkan ellefu í skíðasvæðinu á Tindastóli. Þar hefur bætt í snjóinn í nótt þannig að færið ætti að vera gott, lítill vindur og lítilsháttar snjókoma. Á Siglufirði verður opnað tíu, en þar er lofað frábæru veðri og flottu færi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×