Sport

Einar Kristinn vann stórsvigið í karlaflokki

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Einar Kristinn í brautinni að verja titilinn sinn í dag.
Einar Kristinn í brautinni að verja titilinn sinn í dag. mynd/skí
Einar Kristinn Kristgeirsson, landsliðsmaður í alpagreinum, varði Íslandsmeistaratitil sinn í stórsvigi á skíðamóti Íslands í dag.

Fjórir Norðmenn urðu á undan Einari Kristni en þar sem þeir eru gestir á mótinu og augljóslega ekki Íslendingar kom það ekki að sök fyrir Einar.

Hann náði bestum tíma Íslendinga í báðum ferðum og kom í mark samtals á 2:27,09 mínútum, tæpri sekúndu á undan Sturlu Snæ Snorrasyni sem fór ferðirnar tvær á samanlagt 2:28,05 mínútum.

Dagur Dagbjartsson hirti bronsið með samanlögðum tíma upp á 2:29,34 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×