Hafa tífaldað notkun notaðra bílavarahluta Kristján Már Unnarsson skrifar 30. mars 2015 21:08 Umbreyting bílapartasölu yfir í umhverfisvæna endurvinnslu varð til þess að endurnýtingarhlutfall bílavarahluta tífaldaðist hérlendis á skömmum tíma. Þessu kynntumst við í fyrirtæki á jörðinni Byggðarhorni skammt sunnan við Selfoss. Það heyrðust reyndar efasemdir í sveitinni um að starfsemi sem þessi ætti heima í landbúnaðarhéraði eins og Flóanum en hjónin Aðalheiður Jacobsen og Sigurður Örn Sigurðsson reka þar fyrirtækið Netparta þar sem starfa tíu manns. Aðalheiður kveðst vel skilja fólk sem sjái fyrir sér gamla Vökuportið, með drasli og bílahaugum, að vilja ekki hafa slíkt í bakgarðinum hjá sér, og það vilji hún heldur ekki sjálf. „Þessvegna höfum við alveg frá byrjun hugsað þetta þannig að þetta sé umhverfisvæn endurvinnsla,“ segir Aðalheiður, sem er framkvæmdastjóri Netparta ehf. Þangað koma nýlegir bílar sem lent hafa í tjóni og verið dæmdir ónýtir til niðurrifs. Þótt burðargrindin hafi skemmst illa er venjulega ógrynni hluta úr hverjum bíl sem nýta má aftur.Bílar sem dæmdir hafa verið ónýtir eftir árekstur eða bílveltu fara í endurvinnslu í fyrirtækinu Netpörtum og heilir hlutir endurnýttir sem varahlutir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aðalheiður segir að fyrir fáum árum hafi hlutfall notaðra varahluta verið um eitt prósent hérlendis en í samstarfi við tryggingafélög hafi markmiðið verið sett að ná hlutfallinu upp í tíu prósent, sem er sama hlutfall og á hinum Norðurlöndunum. „Við vorum ótrúlega fljót. Við vorum komin í það hlutfall strax árið 2012." Eiginmaðurinn Sigurður byrjaði í bílapartabransanum fyrir þrjátíu árum en Aðaheiður segist hafa þurft að fá hann til að hugsa þetta upp á nýtt. „Það var svolítið erfitt að fá hann til að breyta hugsuninni.“ Nú er hver einasti hlutur flokkaður eftir nýju kerfi, rækilega merktur og skráður í tölvukerfi. Metnaður er lagður í umhverfisþáttinn og olíugildrur eiga að grípa spilliefni. Enginn olíudropi má sleppa út í Flóann. „Hann á ekki að gera það. Þetta er okkar land og við búum hérna rétt hjá þannig að við kærum okkur ekki um það,“ segir Sigurður Örn. Og nú er unnið að því að fá umhverfisvottun. „Við ætlum að vera fyrsta umhverfisvæna endurvinnslan á Suðurlandi,“ segir Aðalheiður. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.20, verður fjallað um starfsemi þessa fyrirtækis og fleiri í Flóanum sem fást við málmiðnað með ólíkum hætti. Árborg Bensín og olía Um land allt Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira
Umbreyting bílapartasölu yfir í umhverfisvæna endurvinnslu varð til þess að endurnýtingarhlutfall bílavarahluta tífaldaðist hérlendis á skömmum tíma. Þessu kynntumst við í fyrirtæki á jörðinni Byggðarhorni skammt sunnan við Selfoss. Það heyrðust reyndar efasemdir í sveitinni um að starfsemi sem þessi ætti heima í landbúnaðarhéraði eins og Flóanum en hjónin Aðalheiður Jacobsen og Sigurður Örn Sigurðsson reka þar fyrirtækið Netparta þar sem starfa tíu manns. Aðalheiður kveðst vel skilja fólk sem sjái fyrir sér gamla Vökuportið, með drasli og bílahaugum, að vilja ekki hafa slíkt í bakgarðinum hjá sér, og það vilji hún heldur ekki sjálf. „Þessvegna höfum við alveg frá byrjun hugsað þetta þannig að þetta sé umhverfisvæn endurvinnsla,“ segir Aðalheiður, sem er framkvæmdastjóri Netparta ehf. Þangað koma nýlegir bílar sem lent hafa í tjóni og verið dæmdir ónýtir til niðurrifs. Þótt burðargrindin hafi skemmst illa er venjulega ógrynni hluta úr hverjum bíl sem nýta má aftur.Bílar sem dæmdir hafa verið ónýtir eftir árekstur eða bílveltu fara í endurvinnslu í fyrirtækinu Netpörtum og heilir hlutir endurnýttir sem varahlutir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Aðalheiður segir að fyrir fáum árum hafi hlutfall notaðra varahluta verið um eitt prósent hérlendis en í samstarfi við tryggingafélög hafi markmiðið verið sett að ná hlutfallinu upp í tíu prósent, sem er sama hlutfall og á hinum Norðurlöndunum. „Við vorum ótrúlega fljót. Við vorum komin í það hlutfall strax árið 2012." Eiginmaðurinn Sigurður byrjaði í bílapartabransanum fyrir þrjátíu árum en Aðaheiður segist hafa þurft að fá hann til að hugsa þetta upp á nýtt. „Það var svolítið erfitt að fá hann til að breyta hugsuninni.“ Nú er hver einasti hlutur flokkaður eftir nýju kerfi, rækilega merktur og skráður í tölvukerfi. Metnaður er lagður í umhverfisþáttinn og olíugildrur eiga að grípa spilliefni. Enginn olíudropi má sleppa út í Flóann. „Hann á ekki að gera það. Þetta er okkar land og við búum hérna rétt hjá þannig að við kærum okkur ekki um það,“ segir Sigurður Örn. Og nú er unnið að því að fá umhverfisvottun. „Við ætlum að vera fyrsta umhverfisvæna endurvinnslan á Suðurlandi,“ segir Aðalheiður. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.20, verður fjallað um starfsemi þessa fyrirtækis og fleiri í Flóanum sem fást við málmiðnað með ólíkum hætti.
Árborg Bensín og olía Um land allt Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Sjá meira