Bílar ruku út í Evrópu í mars Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2015 11:35 Bílaumferð í Þýskalandi. Mjög góð sala var á bílum í Evrópu í síðasta mánuði. Í Þýskalandi varð vöxturinn meiri en síðustu þrjú og hálft ár og nam 9%. Enn meiri vöxtur var þó í mörgum öðrum löndum, 9,3% í Frakklandi, 15% á Ítalíu og 41% á Spáni. Vöxturinn í Bretlandi var 6% en þar hefur bílasala verið á miklu flugi bæði í ár og í fyrra. Svo virðist sem bílasala sé mjög að jafn sig eftir mikla söluminnkun í kjölfar efnahagskrísunnar árið 2008 og bættur efnahagur í vesturhluta Evrópu endurspeglar aukna sölu nú. Alls seldust 1,56 milljón bílar í V-Evrópu í mars, en 1,41 milljón bíla í mars í fyrra og vöxturinn því 10,7% í heild. Árið í fyrra var fyrsta árið í langan tíma sem vöxtur varð í bílsölu í Evrópu, en 6 ár þar á undan varð minnkun í sölu. Nú stefnir hinsvegar í annað árið í röð í vexti í sölu og líklega meira vexti en í fyrra. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent
Mjög góð sala var á bílum í Evrópu í síðasta mánuði. Í Þýskalandi varð vöxturinn meiri en síðustu þrjú og hálft ár og nam 9%. Enn meiri vöxtur var þó í mörgum öðrum löndum, 9,3% í Frakklandi, 15% á Ítalíu og 41% á Spáni. Vöxturinn í Bretlandi var 6% en þar hefur bílasala verið á miklu flugi bæði í ár og í fyrra. Svo virðist sem bílasala sé mjög að jafn sig eftir mikla söluminnkun í kjölfar efnahagskrísunnar árið 2008 og bættur efnahagur í vesturhluta Evrópu endurspeglar aukna sölu nú. Alls seldust 1,56 milljón bílar í V-Evrópu í mars, en 1,41 milljón bíla í mars í fyrra og vöxturinn því 10,7% í heild. Árið í fyrra var fyrsta árið í langan tíma sem vöxtur varð í bílsölu í Evrópu, en 6 ár þar á undan varð minnkun í sölu. Nú stefnir hinsvegar í annað árið í röð í vexti í sölu og líklega meira vexti en í fyrra.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent