Hvergi eins flott umgjörð á landinu og hérna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. apríl 2015 22:30 Helgi Freyr Margeirsson er einn af reynsluköppunum í liði Tindastóls og hann vill nýta tækifærið og fara alla leið með Stólunum í ár. „Það er hellingsreynsla í þessu liði og hellingshæfileiki. Þessir ungu strákar eru ekkert ungir lengur. Þeir voru með okkur í 1. deildinni í fyrra og hafa fengið mikla reynslu í vetur. Það er alveg sama hvaða kappa þjálfarinn setur inná, það eru allir tilbúnir," segir Helgi Freyr. „Ef þú fylgist með bekknum hjá okkur þá sérðu að strákarnir á endanum eru jafn tilbúnir að koma inn á eins og strákarnir sem eru fremst. Þeir vita aldrei hver á að koma inná næst og þessir strákar eru búnir að sanna sig í vetur." Þrátt fyrir að þið hafið fengið frí eftir að hafa sópað Þór Þorlákshöfn út úr keppni í 8-liða úrslitum var ekkert ryð í ykkur, þið voruð hungraðir í að spila körfubolta. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum að fá ákveðið tækifæri hérna. Við erum nokkrir búnir að vera ansi lengi í þessu en Svavar Birgisson er sá eini í liðinu sem hefur komist þetta langt áður. Skilaboð okkar til ungu strákanna; þið fáið ekki þetta tækifæri alltof oft og við skulum nýta það. Nú tökum við þetta alla leið." Umgjörðin er glæsilegt og stemningin mikil, hve gaman er að taka þátt í þessu ævintýri? „Þetta er bara algjör snilld. Þú sérð það bara, það er allur fjörðurinn iðandi og við fáum fólk úr öðrum sveitarfélögum á leikina. Ég held að það sé hvergi eins góð umgjörð um körfubolta og hérna. Við erum með einhverja flottustu stuðningsmannasveit á landinu. „Þeir eru ekki bara að mæta á leikina í úrslitakeppninni. Þeir eru með lög um hvern leikmann og alla dómarana og þeir eru jákvæðir. Það eru svo rosalega margir á bak við þetta, ekki örfáir í baklandinu heldur allur bærinn. Það er ekkert félag á landinu með svona bakland." Viðtalið við Helga má sjá í heild sinni hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Helgi Freyr Margeirsson er einn af reynsluköppunum í liði Tindastóls og hann vill nýta tækifærið og fara alla leið með Stólunum í ár. „Það er hellingsreynsla í þessu liði og hellingshæfileiki. Þessir ungu strákar eru ekkert ungir lengur. Þeir voru með okkur í 1. deildinni í fyrra og hafa fengið mikla reynslu í vetur. Það er alveg sama hvaða kappa þjálfarinn setur inná, það eru allir tilbúnir," segir Helgi Freyr. „Ef þú fylgist með bekknum hjá okkur þá sérðu að strákarnir á endanum eru jafn tilbúnir að koma inn á eins og strákarnir sem eru fremst. Þeir vita aldrei hver á að koma inná næst og þessir strákar eru búnir að sanna sig í vetur." Þrátt fyrir að þið hafið fengið frí eftir að hafa sópað Þór Þorlákshöfn út úr keppni í 8-liða úrslitum var ekkert ryð í ykkur, þið voruð hungraðir í að spila körfubolta. „Við gerum okkur alveg grein fyrir því að við erum að fá ákveðið tækifæri hérna. Við erum nokkrir búnir að vera ansi lengi í þessu en Svavar Birgisson er sá eini í liðinu sem hefur komist þetta langt áður. Skilaboð okkar til ungu strákanna; þið fáið ekki þetta tækifæri alltof oft og við skulum nýta það. Nú tökum við þetta alla leið." Umgjörðin er glæsilegt og stemningin mikil, hve gaman er að taka þátt í þessu ævintýri? „Þetta er bara algjör snilld. Þú sérð það bara, það er allur fjörðurinn iðandi og við fáum fólk úr öðrum sveitarfélögum á leikina. Ég held að það sé hvergi eins góð umgjörð um körfubolta og hérna. Við erum með einhverja flottustu stuðningsmannasveit á landinu. „Þeir eru ekki bara að mæta á leikina í úrslitakeppninni. Þeir eru með lög um hvern leikmann og alla dómarana og þeir eru jákvæðir. Það eru svo rosalega margir á bak við þetta, ekki örfáir í baklandinu heldur allur bærinn. Það er ekkert félag á landinu með svona bakland." Viðtalið við Helga má sjá í heild sinni hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41