Ný gerð Tesla Model S Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2015 14:44 Tesla Model S 70D Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla selur nú eingöngu eina bílgerð, Tesla Model S, þótt styttast fari í útkomu Model X jepplingsins. Til eru nokkrar gerðir Model S bílsins, en nú var að bætast við ein enn. Ber hún nafnið Model S 70D. Talan 70 vísar í þau kílóvött á klukkutíma sem rafhlöður bílsins orka, en fyrri gerðir bílsins eru 60 og 85 kílóvött. Model S 70D er fjórhjóladrifinn, 329 hestöfl og kemst í 100 km hraða á 5,2 sekúndum. Bíllinn hefur hámarkshraðann 225 km/klst og drægnin er 400 kílómetrar. Verð bílsins er 75.000 dollarar, eða um 10,3 milljónir króna. Það er aðeins 5.000 dollurum meira en ódýrasta gerð Model S, með 60 kWh rafhlöðu og drifi á einum öxli. Ýmislegt meira en öflugri rafhlöður fylgja 70D bílnum umfram þann ódýrasta, þar á meðal hraðhleðslustöð. Með nýrri gerð Model S býður Tesla 3 nýja liti á bílinn, þar á meðal þenna Ocean Blue lit sem sést á myndinni, en auk hans Warm Silver og Obsidian Black. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent
Rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla selur nú eingöngu eina bílgerð, Tesla Model S, þótt styttast fari í útkomu Model X jepplingsins. Til eru nokkrar gerðir Model S bílsins, en nú var að bætast við ein enn. Ber hún nafnið Model S 70D. Talan 70 vísar í þau kílóvött á klukkutíma sem rafhlöður bílsins orka, en fyrri gerðir bílsins eru 60 og 85 kílóvött. Model S 70D er fjórhjóladrifinn, 329 hestöfl og kemst í 100 km hraða á 5,2 sekúndum. Bíllinn hefur hámarkshraðann 225 km/klst og drægnin er 400 kílómetrar. Verð bílsins er 75.000 dollarar, eða um 10,3 milljónir króna. Það er aðeins 5.000 dollurum meira en ódýrasta gerð Model S, með 60 kWh rafhlöðu og drifi á einum öxli. Ýmislegt meira en öflugri rafhlöður fylgja 70D bílnum umfram þann ódýrasta, þar á meðal hraðhleðslustöð. Með nýrri gerð Model S býður Tesla 3 nýja liti á bílinn, þar á meðal þenna Ocean Blue lit sem sést á myndinni, en auk hans Warm Silver og Obsidian Black.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent