Stöðvar fullkomnunaráráttan þig? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir skrifar 13. apríl 2015 16:00 Steinunn Anna fær þig til að slaka á kröfunum, þú stendur þig vel Vísir/Getty Flottur pistill hjá þér! Ég hef fengið mikið hrós fyrir pistlana mína. Í þessari viku var komið að því að skrifa annan. En þegar kom að því að byrja fannst mér enginn hugmynd nógu skotheld, engin dæmi nógu skýr. Að lokum skrifaði ég einn í gær en fannst hann ekki nógu góður. Þá mundi ég eftir gamla vini mínum fullkomnunaráráttunni og fattaði hvað var að gerast. Fullkomnunarárátta snýst um óraunhæfar væntingar um frammistöðu og mikla sjálfsgagnrýni þegar frammistaða er ekki í samræmi við kröfurnar. Þessi vá dylur sig oft sem metnaður með slagorðum eins og ,,vertu besta útgáfan af sjálfum þér” en í raun snýst þetta meira um lamandi ótta við að valda sjálfum sér og öðrum vonbrigðum. Hún veldur því að maður leitar stöðugt eftir því hvernig hefði verið hægt að gera hlutina aðeins betur og á erfitt með að njóta þess þegar vel gengur. Þessi félagi var með mér þegar ég gekk grátandi heim eftir samræmdu prófin því ég fékk bara 9 í dönsku og þegar ég hætti að geta mætt í stærðfræðitíma í MH því ég var ekki búin að reikna heima. Hann var með mér þegar ég las Lovestar og hætti við að verða rithöfundur því ég myndi aldrei skrifa jafnvel og Andri Snær Magnason og þegar ég hætti við að fara í læknisfræði af ótta við að ná ekki í gegnum klásus í fyrstu tilraun. Hann var einnig meðsekur þegar ég féll á fyrsta árinu í sálfræði þegar ég sleppti frekar að skila verkefnum en skila þeim illa unnum að eigin mati. Þessi félagi minn var ekki að þvælast fyrir mér þegar ég skrifaði fyrstu þrjá pistlana enda var ég ekki með neinar sérstakar væntingar um hversu góðir þeir yrðu og hvort einhver myndi yfir höfuð lesa þá. En núna er búið að hrósa mér fyrir frábæru pistlana mína og þá hækkar kröfurnar á sjálfa mig. Nú verða ALLIR pistlar sem ég skrifa héðan í frá að rústa internetinu (endurmat: Steina heimurinn snýst ekki um þig....). Þetta er annar galli við fullkomnunaráráttuna að þegar okkur gengur vel stillum við væntingarnar hærra, það er ekkert sem ekki má bæta, ekki satt? En er ekki bara gott að reyna alltaf að verða betri útgáfa af sjálfum sér? Jú, ef það færir þér hamingju og innir ró og eykur líkur á því að þú gerir það sem þig langar að gera. Því miður verður fullkomnunarárátta oftar til þess að draga úr okkur að gera eitthvað nýtt því við óttumst að gera það ekki nógu vel. Hún getur líka valdið ritstíflu sem er vel þekktur vandi meðal listamanna sem hafa hlotið lof fyrir verk sín. Þóra vinkona mín byrjar oft samtöl við mig með orðunum ,,segðu mér eitthvað skemmtilegt”. Þá byrja ég að fara yfir allt sem ég hef að segja i huganum til að reyna að finna eitthvað fyndið sem endar í stami og fáti. Það sama getur gerst við ritgerðir, verkefni og pistla þegar vel hefur gengið. Við setjumst niður til þess að skrifa fullkomna ritgerð, frábæran pistil eða verðlaunabók en það sem gerist er að kvíði fyrir verkinu verður yfirsterkari og við förum að ýta hlutunum á undan okkur. Miklar kröfur um frammistöðu draga úr okkur frekar en hvetja okkur áfram og niðurstaðan verður langt frá væntingum okkar. Hver er munurinn á heilbrigðum metnaði og fullkomunaráráttu? Munurinn felst í því hvort þú ert sveigjanleg/ur eða ekki. Hvort þú er að njóta ferðalagsins líka eða hvort þetta snýst eingöngu um útkomuna. Snýst metnaðurinn um ánægjuna sem felst í verkinu eða hræðsluna við lélegt mat? Það er gaman að baka fallega köku en ef þú hefur lítinn tíma eða kakan mistekst, geturðu samt borið hana fram og hlegið að sjálfri þér? Máttu bjóða fram meðalgóða köku? Ferst heimurinn ef þú varst slöpp og nenntir ekki að þrífa áður en vinkonurnar komu í heimsókn? Má einhver vita að kortinu þínu var hafnað í búðinni? Þarftu að ganga með hauspoka í skólanum ef þú varst ekki hæst á prófinu? Hvað segir það um þig ef þú nærð ekki kröfunum? Þarftu að stöðugt að sanna fyrir heiminum hvers virði þú ert? Á bak við fullkomnunaráráttu er yfirleitt lágt sjálfsmat. Sá sem veit hvers virði hann er getur skilað lélegu verkefni og hann veit að það er lélegt af því hann hafði lítinn tíma eða engan áhuga á verkefninu. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að allir í kringum hann missi álit á sér þó hann geri mistök. Hann veit að afköst og frammistaða dreifast á fallega normalkúrvu við eigum okkar meðalframmistöðu og svo gengur okkur stundum betur og stundum verr. Hann sættir sig við að sumir pistilar verða stórkoslegir og aðrir frekar slappir. Á bak við fullkomnunaráráttu liggur alltaf lífið að veði að sanna sig í hvert og eitt skipti sem meta á frammistöðu og verkin eru annað hvort stórkostleg eða ónýt. Ég átti að skila þessum pistli í gær. Ég skrifaði meira að segja einn, en fannst hann ekki nógu góður. Þá mundi ég eftir gamla vini mínum fullkomnunaráráttunni og fattaði hvað var að gerast. Um leið og ég áttaði mig á því var svarið einfalt nú þarf ég bara að skrifa einn lélegan pistil og sjá hvað gerist. Ferst heimurinn? Verður vandræðaleg þögn á fésbókinni? Mun annar sálfræðingur vera fenginn í verkefnið? Mun ég mæta vorkunnaraugum samstarfsfólks og vina? Það er bara ein leið til að komast að því. Hversu eftirsóknarvert er það að ná þessari fullkomnun? Ég hef öfundað stelpur sem virðast fullkomnar og ég hef stundum dottið í að sækjast eftir því að vera fullkomin. En þegar ég á slæman dag þar sem dætur mínar mættu ólesnar fjórða daginn í röð í skólann og mér finnst maðurinn minn leiðinlegur og kortinu mínu er hafnað á röð í kassanum í Bónus, þá hringi ég ekki í fullkomnu vinkonu mína. Ég hringi í þessa sem ég veit að skilur mig. Steinunn Anna er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðastöðinni Heilsa Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Flottur pistill hjá þér! Ég hef fengið mikið hrós fyrir pistlana mína. Í þessari viku var komið að því að skrifa annan. En þegar kom að því að byrja fannst mér enginn hugmynd nógu skotheld, engin dæmi nógu skýr. Að lokum skrifaði ég einn í gær en fannst hann ekki nógu góður. Þá mundi ég eftir gamla vini mínum fullkomnunaráráttunni og fattaði hvað var að gerast. Fullkomnunarárátta snýst um óraunhæfar væntingar um frammistöðu og mikla sjálfsgagnrýni þegar frammistaða er ekki í samræmi við kröfurnar. Þessi vá dylur sig oft sem metnaður með slagorðum eins og ,,vertu besta útgáfan af sjálfum þér” en í raun snýst þetta meira um lamandi ótta við að valda sjálfum sér og öðrum vonbrigðum. Hún veldur því að maður leitar stöðugt eftir því hvernig hefði verið hægt að gera hlutina aðeins betur og á erfitt með að njóta þess þegar vel gengur. Þessi félagi var með mér þegar ég gekk grátandi heim eftir samræmdu prófin því ég fékk bara 9 í dönsku og þegar ég hætti að geta mætt í stærðfræðitíma í MH því ég var ekki búin að reikna heima. Hann var með mér þegar ég las Lovestar og hætti við að verða rithöfundur því ég myndi aldrei skrifa jafnvel og Andri Snær Magnason og þegar ég hætti við að fara í læknisfræði af ótta við að ná ekki í gegnum klásus í fyrstu tilraun. Hann var einnig meðsekur þegar ég féll á fyrsta árinu í sálfræði þegar ég sleppti frekar að skila verkefnum en skila þeim illa unnum að eigin mati. Þessi félagi minn var ekki að þvælast fyrir mér þegar ég skrifaði fyrstu þrjá pistlana enda var ég ekki með neinar sérstakar væntingar um hversu góðir þeir yrðu og hvort einhver myndi yfir höfuð lesa þá. En núna er búið að hrósa mér fyrir frábæru pistlana mína og þá hækkar kröfurnar á sjálfa mig. Nú verða ALLIR pistlar sem ég skrifa héðan í frá að rústa internetinu (endurmat: Steina heimurinn snýst ekki um þig....). Þetta er annar galli við fullkomnunaráráttuna að þegar okkur gengur vel stillum við væntingarnar hærra, það er ekkert sem ekki má bæta, ekki satt? En er ekki bara gott að reyna alltaf að verða betri útgáfa af sjálfum sér? Jú, ef það færir þér hamingju og innir ró og eykur líkur á því að þú gerir það sem þig langar að gera. Því miður verður fullkomnunarárátta oftar til þess að draga úr okkur að gera eitthvað nýtt því við óttumst að gera það ekki nógu vel. Hún getur líka valdið ritstíflu sem er vel þekktur vandi meðal listamanna sem hafa hlotið lof fyrir verk sín. Þóra vinkona mín byrjar oft samtöl við mig með orðunum ,,segðu mér eitthvað skemmtilegt”. Þá byrja ég að fara yfir allt sem ég hef að segja i huganum til að reyna að finna eitthvað fyndið sem endar í stami og fáti. Það sama getur gerst við ritgerðir, verkefni og pistla þegar vel hefur gengið. Við setjumst niður til þess að skrifa fullkomna ritgerð, frábæran pistil eða verðlaunabók en það sem gerist er að kvíði fyrir verkinu verður yfirsterkari og við förum að ýta hlutunum á undan okkur. Miklar kröfur um frammistöðu draga úr okkur frekar en hvetja okkur áfram og niðurstaðan verður langt frá væntingum okkar. Hver er munurinn á heilbrigðum metnaði og fullkomunaráráttu? Munurinn felst í því hvort þú ert sveigjanleg/ur eða ekki. Hvort þú er að njóta ferðalagsins líka eða hvort þetta snýst eingöngu um útkomuna. Snýst metnaðurinn um ánægjuna sem felst í verkinu eða hræðsluna við lélegt mat? Það er gaman að baka fallega köku en ef þú hefur lítinn tíma eða kakan mistekst, geturðu samt borið hana fram og hlegið að sjálfri þér? Máttu bjóða fram meðalgóða köku? Ferst heimurinn ef þú varst slöpp og nenntir ekki að þrífa áður en vinkonurnar komu í heimsókn? Má einhver vita að kortinu þínu var hafnað í búðinni? Þarftu að ganga með hauspoka í skólanum ef þú varst ekki hæst á prófinu? Hvað segir það um þig ef þú nærð ekki kröfunum? Þarftu að stöðugt að sanna fyrir heiminum hvers virði þú ert? Á bak við fullkomnunaráráttu er yfirleitt lágt sjálfsmat. Sá sem veit hvers virði hann er getur skilað lélegu verkefni og hann veit að það er lélegt af því hann hafði lítinn tíma eða engan áhuga á verkefninu. Hann hefur ekki miklar áhyggjur af því að allir í kringum hann missi álit á sér þó hann geri mistök. Hann veit að afköst og frammistaða dreifast á fallega normalkúrvu við eigum okkar meðalframmistöðu og svo gengur okkur stundum betur og stundum verr. Hann sættir sig við að sumir pistilar verða stórkoslegir og aðrir frekar slappir. Á bak við fullkomnunaráráttu liggur alltaf lífið að veði að sanna sig í hvert og eitt skipti sem meta á frammistöðu og verkin eru annað hvort stórkostleg eða ónýt. Ég átti að skila þessum pistli í gær. Ég skrifaði meira að segja einn, en fannst hann ekki nógu góður. Þá mundi ég eftir gamla vini mínum fullkomnunaráráttunni og fattaði hvað var að gerast. Um leið og ég áttaði mig á því var svarið einfalt nú þarf ég bara að skrifa einn lélegan pistil og sjá hvað gerist. Ferst heimurinn? Verður vandræðaleg þögn á fésbókinni? Mun annar sálfræðingur vera fenginn í verkefnið? Mun ég mæta vorkunnaraugum samstarfsfólks og vina? Það er bara ein leið til að komast að því. Hversu eftirsóknarvert er það að ná þessari fullkomnun? Ég hef öfundað stelpur sem virðast fullkomnar og ég hef stundum dottið í að sækjast eftir því að vera fullkomin. En þegar ég á slæman dag þar sem dætur mínar mættu ólesnar fjórða daginn í röð í skólann og mér finnst maðurinn minn leiðinlegur og kortinu mínu er hafnað á röð í kassanum í Bónus, þá hringi ég ekki í fullkomnu vinkonu mína. Ég hringi í þessa sem ég veit að skilur mig. Steinunn Anna er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðastöðinni
Heilsa Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira