Sport

Akraborgin siglir úr höfn á X977 í dag | Eiður Smári í viðtali

Hjörtur Hjartarson er skipstjóri á Akraborginni.
Hjörtur Hjartarson er skipstjóri á Akraborginni. vísir
Akraborgin er nýr íþróttaþáttur á X977 sem hefur göngu sína í dag. Þátturinn verður á dagskrá alla virka daga milli 16 og 18, en þáttastjórnandi er Hjörtur Hjartarson.

Í fyrsta þætti verður viðtal við Eið Smára Guðjohnsen sem átti heldur betur viðburðaríka viku.

Eiður Smári skoraði fyrir Ísland á móti Kasakstan sitt fyrsta landsliðsmark í sex ár, fylgdi því eftir með tveimur mörkum fyrir Bolton í tveimur leikjum auk þess sem hann eignaðist sitt fjórða barn.

Guðmundur Benediktsson, æðsti prestur Messunnar á Stöð 2 Sport 2, kíkir einnig í heimsókn og fer yfir enska boltann auk þess sem farið verður yfir úrslitakeppnirnar í handbolta og körfubolta.

Ekki missa af Akraborginni sem siglir úr höfn á hverjum virkum degi á X977 klukkan 16.00.

Hægt er að hlusta á X977 með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×