Rússland veitir 81 milljarðs stuðning til að auka bílasölu Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2015 13:20 Bílaumferð í Rússlandi. Stjórnvöld í Rússlandi samþykktu fyrir páska að veita 81 milljarði króna til að örva sölu bíla og trukka í landinu. Ekki veitir af þar sem bílasala þarlendis hefur hrunið í ár og á síðasta ári. Forsetisráðherrann Dimitri Medvedev skrifaði undir 10 milljarða rúbla stuðningsáætlun til handa bílkaupendum þar sem þeim er greidd ákveðin upphæð ef þeir skipta út gömlum bílum fyrir nýja. Ennfremur veitir ríkisstjórnin rússneska 25 milljörðum rúbla til lækkunar vaxta á bílalánum og lækkun kostnaðar við leigu og fjármögnun kaupa á vinnutækjum. Samtals nemur þessi stuðningur 81 milljarði króna. Með þessum aðgerðum er stefnt að því að bílasala minnki ekki um 35% á þessu ári, heldur að hún takmarkist við 24% minnkun. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent
Stjórnvöld í Rússlandi samþykktu fyrir páska að veita 81 milljarði króna til að örva sölu bíla og trukka í landinu. Ekki veitir af þar sem bílasala þarlendis hefur hrunið í ár og á síðasta ári. Forsetisráðherrann Dimitri Medvedev skrifaði undir 10 milljarða rúbla stuðningsáætlun til handa bílkaupendum þar sem þeim er greidd ákveðin upphæð ef þeir skipta út gömlum bílum fyrir nýja. Ennfremur veitir ríkisstjórnin rússneska 25 milljörðum rúbla til lækkunar vaxta á bílalánum og lækkun kostnaðar við leigu og fjármögnun kaupa á vinnutækjum. Samtals nemur þessi stuðningur 81 milljarði króna. Með þessum aðgerðum er stefnt að því að bílasala minnki ekki um 35% á þessu ári, heldur að hún takmarkist við 24% minnkun.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent