Nýjar línur í fjórðu kynslóð Lexus RX Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2015 09:15 Skarpari línur en í forveranum og ekki ósvipaðarar og í nýja NX-jepplingnum. Lexus RX jeppinn hefur selst eins og heitar lummur allt frá því hann var kynntur fyrir 17 árum. Nú er komið að fjórðu kynslóð hans sem kynnt verður almenningi á bílasýningunni í New York í byrjun apríl. Það litla sem Lexus hefur sýnt af bílnum sýnir samt gerbreyttar línur bílsins. Þaklína bílsins er greinilega orðin ansi lág og bíllinn því afar sportlegur fyrir vikið. Einnig leika skarpar línur um hliðar bílsins, ekki ósvipað og í hinum nýja NX jepplingi Lexus. Einhverjar raddir höfðu heyrst um að með þessari fjórðu kynslóð bílsins yrði hann í boði einnig sem 7 sæta bíll, en þar sem bíllinn lækkar svo mikið að aftan er nær ómögulegt að ímynda sér að svo verði. Bíllinn mun bjóðast bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og sjálfskipting hans verður 8 gíra. Í fyrra seldi Lexus 107.490 RX jeppa í Bnadaríkjunum og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs eru þeir orðnir 13.059. Þessi bíll var í upphafi gerður fyrir Bandaríkjamarkað og hann er enn lang stærsti markaðurinn fyrir Lexus RX. Hann er að auki lang söluhæsta bílgerð Lexus í Bandaríkjunum. Það er því eins gott að nýtt útlit bílsins höfði til Bandaríkjamanna. Lexus RX hefur selst mjög vel hér á landi gegnum árin, enda heppilegur bíll fyrir íslenskar aðstæður. Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent
Lexus RX jeppinn hefur selst eins og heitar lummur allt frá því hann var kynntur fyrir 17 árum. Nú er komið að fjórðu kynslóð hans sem kynnt verður almenningi á bílasýningunni í New York í byrjun apríl. Það litla sem Lexus hefur sýnt af bílnum sýnir samt gerbreyttar línur bílsins. Þaklína bílsins er greinilega orðin ansi lág og bíllinn því afar sportlegur fyrir vikið. Einnig leika skarpar línur um hliðar bílsins, ekki ósvipað og í hinum nýja NX jepplingi Lexus. Einhverjar raddir höfðu heyrst um að með þessari fjórðu kynslóð bílsins yrði hann í boði einnig sem 7 sæta bíll, en þar sem bíllinn lækkar svo mikið að aftan er nær ómögulegt að ímynda sér að svo verði. Bíllinn mun bjóðast bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og sjálfskipting hans verður 8 gíra. Í fyrra seldi Lexus 107.490 RX jeppa í Bnadaríkjunum og á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs eru þeir orðnir 13.059. Þessi bíll var í upphafi gerður fyrir Bandaríkjamarkað og hann er enn lang stærsti markaðurinn fyrir Lexus RX. Hann er að auki lang söluhæsta bílgerð Lexus í Bandaríkjunum. Það er því eins gott að nýtt útlit bílsins höfði til Bandaríkjamanna. Lexus RX hefur selst mjög vel hér á landi gegnum árin, enda heppilegur bíll fyrir íslenskar aðstæður.
Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Heimsfrægur barnaníðingur drepinn af samföngum Erlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent