Kaupa Kínverjar Pirelli? Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2015 09:11 Formúlu 1 dekk frá Pirelli. Nú stefnir flest í það að kínverski dekkja- og hráefnaframleiðandinn ChemChina muni kaupa stóran hlut í ítalska dekkjaframleiðandanum Pirelli. Ef af verður væri það stærstu kaup kínversks fyrirtækis á ítölsku fyrirtæki hingað til. Meiningin með kaupunum er að sameina fyrirtækin tvö undir merkjum Pirelli og yrði fyrirtækið tvöfalt af stærð við þann samruna. Hlutafé í Pirelli er nú á almennum markaði. Engu að síður ætlar ChemChina að reyna að tryggja sér öll þau bréf sem núverandi stærsti einstaki hluthafi, Cam Finanziaria SpA, á ekki í félaginu. Eftir stæðu því tveir eigendur, en sá kínverski þó stærri. Bréf í Pirelli hafa hækkað við þessar fréttir, sem gerir áætlanir kínverska félagsins erfiðari. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent
Nú stefnir flest í það að kínverski dekkja- og hráefnaframleiðandinn ChemChina muni kaupa stóran hlut í ítalska dekkjaframleiðandanum Pirelli. Ef af verður væri það stærstu kaup kínversks fyrirtækis á ítölsku fyrirtæki hingað til. Meiningin með kaupunum er að sameina fyrirtækin tvö undir merkjum Pirelli og yrði fyrirtækið tvöfalt af stærð við þann samruna. Hlutafé í Pirelli er nú á almennum markaði. Engu að síður ætlar ChemChina að reyna að tryggja sér öll þau bréf sem núverandi stærsti einstaki hluthafi, Cam Finanziaria SpA, á ekki í félaginu. Eftir stæðu því tveir eigendur, en sá kínverski þó stærri. Bréf í Pirelli hafa hækkað við þessar fréttir, sem gerir áætlanir kínverska félagsins erfiðari.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent