Handbolti

Vignir markahæstur í tapi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vignir hefur spilað vel með Midtjylland í vetur.
Vignir hefur spilað vel með Midtjylland í vetur. vísir/eva björk
Vignir Svavarsson og félagar í Midtjylland máttu sætta sig við 31-27 tap fyrir Álaborg í úrslitakeppninni í danska handboltanum í dag.

Leikið er í tveimur fjögurra liða riðlum en tvö efstu liðin í hvorum riðli komast í undanúrslit. Midtjylland hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa í riðlinum og situr í botnsæti hans.

Vignir stóð fyrir sínu í dag og var markahæstur í liði Midtjylland með sex mörk úr aðeins sjö skotum.

Ólafur Gústafsson er enn frá vegna meiðsla hjá Álaborg sem er búið að vinna báða leiki sína í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×