Er Ísland betur statt en Írland? Skjóðan skrifar 1. apríl 2015 11:43 Því hefur verið haldið fram að Írland hafi farið verr út úr bankahruninu en Ísland vegna þátttöku Íra í evrusamstarfinu sem hafi neytt írska ríkið til að bjarga írskum bönkum á meðan íslensku bankarnir fengu að falla. Enn eru þeir til sem halda því fram að hin fljótandi króna hafi bjargað miklu og leitt til fljótari og öflugri endurreisnar hér á landi en á Írlandi þar sem hin skelfilega evra hafi keyrt allt á bólakaf. En er þetta svo? Er Ísland betur statt en Írland nú, þegar næstum eru liðin sjö ár frá hruni? Vöxtur landsframleiðslu á Írlandi var um 5 prósent á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofunnar var hagvöxtur hér á landi 1,9% á síðasta ári og nokkuð ljóst að án óvænts vaxtar í ferðaþjónustu og makrílveiðum hefði enginn hagvöxtur mælst hér á síðasta ári. Bæði Írland og Ísland neyddust til að taka stór lán hjá AGS eftir hrunið. Við það að bjarga bankakerfinu ruku skuldir írska ríkisins úr 25% af landsframleiðslu í 123% á síðasta ári áður en þær tóku að lækka skarpt og mælast nú um 114%. Á sama tíma fóru skuldir ríkissjóðs Íslands úr 28,5% árið 2008 í 101% árið 2012 áður en þær tóku að lækka og eru nú ríflega 90%. Írar eiga enn sitt bankakerfi en íslensku bankarnir féllu og nú skulda þrotabú gömlu bankanna margfalda landsframleiðslu til erlendra kröfuhafa. Íslenska þjóðarbúið skuldar því mun meira en hið írska og hefur þar að auki takmarkað aðgengi að alþjóðlegri mynt. Þetta er ein ástæða þess að Írar greiða nú mun hraðar niður lánin frá AGS en við Íslendingar. Atvinnuleysið fór yfir 14% á Írlandi eftir hrun. Það er nú komið niður í 10% og stefnir í 7% innan tveggja ára. Á Íslandi fór atvinnuleysi hæst í 11,9% í maí 2010 en mælist nú nálægt 5%. Fjölmargir hafa hins vegar horfið af íslenskum vinnumarkaði ýmist með brottflutningi, námi eða vegna örorku þannig að dulið atvinnuleysi er mikið hér á landi. Skuldir írskra heimila náðu hámarki árið 2007 og hafa síðan lækkað. Skuldir íslenskra heimila hækkuðu hins vegar gríðarlega í hruninu á sama tíma og verðlag hækkaði hér á landi og kaupmáttur dróst saman. Þar kom evran írskum heimilum til hjálpar. Endurreisnin er í fullum gangi á Írlandi en ekki sjáanleg hér á landi þegar sleppir ferðamönnum og flökkusfiskstofnum. Írland er betur statt en Ísland. ESB aðild og evra eru höfuðástæður þess. Skjóðan Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að Írland hafi farið verr út úr bankahruninu en Ísland vegna þátttöku Íra í evrusamstarfinu sem hafi neytt írska ríkið til að bjarga írskum bönkum á meðan íslensku bankarnir fengu að falla. Enn eru þeir til sem halda því fram að hin fljótandi króna hafi bjargað miklu og leitt til fljótari og öflugri endurreisnar hér á landi en á Írlandi þar sem hin skelfilega evra hafi keyrt allt á bólakaf. En er þetta svo? Er Ísland betur statt en Írland nú, þegar næstum eru liðin sjö ár frá hruni? Vöxtur landsframleiðslu á Írlandi var um 5 prósent á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofunnar var hagvöxtur hér á landi 1,9% á síðasta ári og nokkuð ljóst að án óvænts vaxtar í ferðaþjónustu og makrílveiðum hefði enginn hagvöxtur mælst hér á síðasta ári. Bæði Írland og Ísland neyddust til að taka stór lán hjá AGS eftir hrunið. Við það að bjarga bankakerfinu ruku skuldir írska ríkisins úr 25% af landsframleiðslu í 123% á síðasta ári áður en þær tóku að lækka skarpt og mælast nú um 114%. Á sama tíma fóru skuldir ríkissjóðs Íslands úr 28,5% árið 2008 í 101% árið 2012 áður en þær tóku að lækka og eru nú ríflega 90%. Írar eiga enn sitt bankakerfi en íslensku bankarnir féllu og nú skulda þrotabú gömlu bankanna margfalda landsframleiðslu til erlendra kröfuhafa. Íslenska þjóðarbúið skuldar því mun meira en hið írska og hefur þar að auki takmarkað aðgengi að alþjóðlegri mynt. Þetta er ein ástæða þess að Írar greiða nú mun hraðar niður lánin frá AGS en við Íslendingar. Atvinnuleysið fór yfir 14% á Írlandi eftir hrun. Það er nú komið niður í 10% og stefnir í 7% innan tveggja ára. Á Íslandi fór atvinnuleysi hæst í 11,9% í maí 2010 en mælist nú nálægt 5%. Fjölmargir hafa hins vegar horfið af íslenskum vinnumarkaði ýmist með brottflutningi, námi eða vegna örorku þannig að dulið atvinnuleysi er mikið hér á landi. Skuldir írskra heimila náðu hámarki árið 2007 og hafa síðan lækkað. Skuldir íslenskra heimila hækkuðu hins vegar gríðarlega í hruninu á sama tíma og verðlag hækkaði hér á landi og kaupmáttur dróst saman. Þar kom evran írskum heimilum til hjálpar. Endurreisnin er í fullum gangi á Írlandi en ekki sjáanleg hér á landi þegar sleppir ferðamönnum og flökkusfiskstofnum. Írland er betur statt en Ísland. ESB aðild og evra eru höfuðástæður þess.
Skjóðan Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira