Yfir 50 manns á vitnalista í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2015 07:00 Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, sem nú afplána dóm vegna Al Thani-málsins, eru á meðal ákærðu. Vísir Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Áætlað er að aðalmeðferðin taki heilan mánuð, það er standi til 22. maí næstkomandi. Um er að ræða eitt viðamesta mál sem sérstakur saksóknari hefur tekið til rannsóknar og ákært í. Vitnalistinn ber það með sér en yfir 50 manns verða kallaðir til sem vitni, fyrir utan þá níu sem eru ákærðir.Umfangsmikil og þaulskipulögð brot sem vörðuðu háar fjárhæðir Níumenningarnir eru ákærðir fyrir umfangsmikla markaðsmisnotkun sem lykilstarfsmenn Kaupþings á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Fram kemur í ákæru að brotin séu umfangsmikil, hafi verið þaulskipulögð og staðið yfir í langan tíma. Þau hafi varðað gríðarlega háar fjárhæðir. Ákærðu komu ýmist í veg fyrir eða hægðu á lækkun á verði hlutabréfa í Kaupþingi og juku seljanleika þeirra með kerfisbundnum og stórfelldum kaupum í krafti fjárhagslegs styrks bankans. Um 40% viðskipta með bréf Kaupþings í Kauphöll Íslands á þessu tímabili hafi verið sýndarviðskipti eins og segir í ákærunni. Einnig lagði Kaupþing erlendum félögum til háar upphæðir til að kaupa hluti í bankanum sem voru í raun að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. Viðskiptin byggðust á blekkingum og sýndarmennsku.Ákæra var gefin út vorið 2013 en þeir sem ákærðir eru eftirfarandi: Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta í bankanum Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg Bjarki H. Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi verðbréfasali eigin viðskipta í Kaupþingi Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi verðbréfasali eigin viðskipta í Kaupþingi Björk Þórarinsdóttir sem sat í lánanefnd Kaupþings og starfaði á fyrirtækjasviði Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmiðsnotkunarmál hjá Kaupþingi talið eitt það viðamesta Fyrirtaka í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrum framámönnum i Kaupþingi fór fram í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag. 12. júní 2014 16:59 Hreiðar Már og Sigurður fara fram á frávísun Saksóknari sagði verjendur ákærðu vera að tefja málið. 14. janúar 2014 17:59 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Áætlað er að aðalmeðferðin taki heilan mánuð, það er standi til 22. maí næstkomandi. Um er að ræða eitt viðamesta mál sem sérstakur saksóknari hefur tekið til rannsóknar og ákært í. Vitnalistinn ber það með sér en yfir 50 manns verða kallaðir til sem vitni, fyrir utan þá níu sem eru ákærðir.Umfangsmikil og þaulskipulögð brot sem vörðuðu háar fjárhæðir Níumenningarnir eru ákærðir fyrir umfangsmikla markaðsmisnotkun sem lykilstarfsmenn Kaupþings á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Fram kemur í ákæru að brotin séu umfangsmikil, hafi verið þaulskipulögð og staðið yfir í langan tíma. Þau hafi varðað gríðarlega háar fjárhæðir. Ákærðu komu ýmist í veg fyrir eða hægðu á lækkun á verði hlutabréfa í Kaupþingi og juku seljanleika þeirra með kerfisbundnum og stórfelldum kaupum í krafti fjárhagslegs styrks bankans. Um 40% viðskipta með bréf Kaupþings í Kauphöll Íslands á þessu tímabili hafi verið sýndarviðskipti eins og segir í ákærunni. Einnig lagði Kaupþing erlendum félögum til háar upphæðir til að kaupa hluti í bankanum sem voru í raun að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. Viðskiptin byggðust á blekkingum og sýndarmennsku.Ákæra var gefin út vorið 2013 en þeir sem ákærðir eru eftirfarandi: Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumaður eigin viðskipta í bankanum Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg Bjarki H. Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kaupþings Birnir Sær Björnsson, fyrrverandi verðbréfasali eigin viðskipta í Kaupþingi Pétur Kristinn Guðmarsson, fyrrverandi verðbréfasali eigin viðskipta í Kaupþingi Björk Þórarinsdóttir sem sat í lánanefnd Kaupþings og starfaði á fyrirtækjasviði
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmiðsnotkunarmál hjá Kaupþingi talið eitt það viðamesta Fyrirtaka í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrum framámönnum i Kaupþingi fór fram í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag. 12. júní 2014 16:59 Hreiðar Már og Sigurður fara fram á frávísun Saksóknari sagði verjendur ákærðu vera að tefja málið. 14. janúar 2014 17:59 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Markaðsmiðsnotkunarmál hjá Kaupþingi talið eitt það viðamesta Fyrirtaka í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrum framámönnum i Kaupþingi fór fram í Hérðasdómi Reykjavíkur í dag. 12. júní 2014 16:59
Hreiðar Már og Sigurður fara fram á frávísun Saksóknari sagði verjendur ákærðu vera að tefja málið. 14. janúar 2014 17:59