Innlent

„Við þingmenn höfum ekkert betra að gera í sumar en að vinna“

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Eygló Harðardóttir ráðherra segist hafa rætt við forsætisráðherra um að boða til sumarþings.
Eygló Harðardóttir ráðherra segist hafa rætt við forsætisráðherra um að boða til sumarþings. Vísir/Ernir
„Ég tel að við þingmenn höfum ekkert betra að gera í sumar en að vinna að þessum stóru og mikilvægu málum,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, um afstöðu sína til sumarþings. Enn liggur ekki fyrir hvort að sumarþing verði boðað en mörg stór mál liggja fyrir þinginu að taka ákvörðun um.

„Ég hef bent á húsnæðismálin, aðrir hafa talað um afnám gjaldeyrishaftanna og síðan eru stór mál sem tengjast kjarasamningum. Þannig að ég held að almennt teljum við, og við hljótum að geta verið sammála um það, að við þingmenn höfum ekkert merkilegra að gera í sumar en að vinna að þessum miklu hagsmunamálum þjóðarinnar,“ segir Eygló.

Stjórnarþingmenn hafa undanfarna dagað kvartað yfir málþófi og röfli stjórnarandstöðunnar sem nýtt hefur hvert tækifæri til að tjá sig um fjarveru forsætisráðherra og fjármálaráðherra frá þinginu.

En hefur Eygló rætt þessa afstöðu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra? „Forsætisráðherra hefur talað þannig og bent á möguleikann á að vera með sumarþing. En við skulum bara sjá hins vegar hvernig þetta gengur. Ég held að allir þingmenn hafa lýst sig viljuga til að vinna vel að þessum málum, hvort sem það verður núna í sumar eða núna í vor,“ svara hún.

Tvö húsnæðisfrumvörp Eyglóar hafa strandað á kostnaðarmati frá fjármálaráðuneytinu en beðið hefur verið eftir frumvörpunum tveimur í þinginu. Finnst Eygló að fjármálaráðuneytið hafi dregið lappirnar við vinnslu kostnaðarmatsins? „Það voru miklar annir hjá fjármálaráðuneytinu fyrir páska en mér skilst að þeir hafi varið að vinna hörðum höndum að kostnaðarmatinu eftir páska. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×