Sport

Jón Margeir bætti heimsmetið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Margeir fagnar í lauginni í dag.
Jón Margeir fagnar í lauginni í dag. Mynd/Sverrir Gíslason
Jón Margeir Sverrisson bætti í dag heimsmetið í 200 m skriðsundi í fötlunarflokki S14 á opna þýska meistaramótinu í Berlín.

Jón Margeir synti á 1:56,94 mínútum og varð þar með fyrsti maðurinn til að synda undir 1:57,00 mínútum.

Hann bætti heimsmetið þegar hann vann gull á Ólympíumóti fatlaðra í London árið 2012 en síðan þá hefur hann bitist við Ástralann Daniel Fox um metið. Fox varð annar í sundinu í dag á 1:57,07 mínútum.

Þess má geta að Jón Margeir synti á 1:59,62 mínútum þegar hann vann gullið í London fyrir þremur árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×