Sport

Mjölnir Open haldið í tíunda sinn

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Úr húsakynnum Mjölnis.
Úr húsakynnum Mjölnis. Vísir/Andri Marinó
Mjölnir Open 10 fer fram á laugardaginn í Mjölniskastalanum. Keppt er í uppgjafarglímu án galla (nogi) og eru 76 keppendur skráðir til leiks.

Mótið er eitt af stærstu glímumótum ársins en í ár koma keppendur frá sjö félögum. Aldrei áður hafa svo mörg félög sent frá sér keppendur á mótið en íþróttin er ört stækkandi hér á landi.

Keppt er í fimm þyngdarflokkum karla og þremur kvenna auk opinna flokka karla og kvenna. Líkt og undanfarin ár verða veitt sérstök verðlaun fyrir uppgjafartak mótsins.

Mótið fer fram í Mjölniskastalanum, Seljavegi 2, og hefjast fyrstu glímur kl 11. Aðgangseyrir fyrir áhorfendur eru 500 kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×