Verður forstjóri Porsche næsti forstjóri Volkswagen? Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2015 16:38 Matthias Muller forstjóri Porsche. Stjórnarformaður Volkswagen er ekki alltof sáttur við stjórnarhætti núverandi forstjóra Volkswagen, eins og greint var frá hér fyrir stuttu. Ef til vill er þessi gagnrýni hans liður í því að koma núverandi forstjóra Porsche í forstjórastól Volkswagen, en stjórnarformaðurinn Ferdinand Piech er úr Porsche fjölskyldunni. Volkswagen er eins og kunnugt er eitt af þeim bílamerkjum sem tilheyrir stóru Volkswagen bílafjölskyldunni. Núverandi forstjóri Porsche, Matthias Muller, var spurður að því fyrir stuttu hvort hann myndi taka að sér að stýra Volkswagen ef það yrði í boði og hann sagðist myndi skoða það með opnum huga. Getur verið að Ferdinand Piech hafi sagt honum að segja það, þar sem það virðist hans einlæga ósk, sem og að losna við núverandi forstjóra Volkswagen? Engar sannanir eru fyrir slíku, en mörgum þykir stjórnarformaðurinn vera að setja á svið leikrit sem hann einn sér hvernig endar. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent
Stjórnarformaður Volkswagen er ekki alltof sáttur við stjórnarhætti núverandi forstjóra Volkswagen, eins og greint var frá hér fyrir stuttu. Ef til vill er þessi gagnrýni hans liður í því að koma núverandi forstjóra Porsche í forstjórastól Volkswagen, en stjórnarformaðurinn Ferdinand Piech er úr Porsche fjölskyldunni. Volkswagen er eins og kunnugt er eitt af þeim bílamerkjum sem tilheyrir stóru Volkswagen bílafjölskyldunni. Núverandi forstjóri Porsche, Matthias Muller, var spurður að því fyrir stuttu hvort hann myndi taka að sér að stýra Volkswagen ef það yrði í boði og hann sagðist myndi skoða það með opnum huga. Getur verið að Ferdinand Piech hafi sagt honum að segja það, þar sem það virðist hans einlæga ósk, sem og að losna við núverandi forstjóra Volkswagen? Engar sannanir eru fyrir slíku, en mörgum þykir stjórnarformaðurinn vera að setja á svið leikrit sem hann einn sér hvernig endar.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent