Hrafn: Held það verði breytingar í útlendingamálum Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. apríl 2015 10:30 Bikarmeistarar Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta stukku á einn heitasta íslenska bitann á markaðnum í gær þegar liðið samdi við skyttuna Tómas Heiðar Tómasson. Eftir að reglur um erlenda leikmenn voru hertar fyrir tveimur árum og aðeins einn Kani leyfður og enginn Bosman-leikmaður hefur gildi góðra íslenska leikmanna margfaldast. Margir innan hreyfingarinnar búast við því að Bosman-leikmenn verði leyfðir á næsta ársþingi, enda tæpt að það standist almenna löggjöf að meina þeim um atvinnu á Íslandi. „Ég hef skilning á sjónarmiðum beggja en eftir síðasta tímabil var maður á því að þessa breytingu þurfi að gera. Ekki síst vegna þess að ég er ekki viss um að þetta standist regluverk Evrópu um að hefta atvinnuflæði evrópskra einstaklinga,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi. „Fyrsta árið eftir að reglurnar tóku gildi fannst mér gæðin í deildinni ekki mikil. Það verður tekist á um þetta á þinginum og ég hef trú á því að sjónarmið þeirra sem vilja óbreytt ástand séu örlítið sterkari núna.“ „Gæðin eru meiri og við erum að sjá yngri stráka fá tækifæri og komast erlendis eins og Dag Kár hjá okkur. Þetta verður beggja blands en ég skal hreinlega játa það að ég er ekki búinn að gera upp hug minn,“ segir Hrafn. Landsbyggðarliðin vilja flest hver fá Bosman-leikmennina inn svo auðveldara sé fyrir þau að manna sín lið með gæðaleikmönnum. Það hefur lengi þótt erfitt að fá góða íslenska leikmenn af höfuðborgarsvæðinu til að spila úti á landi. „Ég get skrifað undir það [að þetta sé mikilvægt fyrir landsbyggðarliðin]. Lið eins og KFÍ hefði svo sannarlega gagnast þessi regla. Þar erum við með félag sem stendur vel en hendur þess eru bundnar og það nær ekki að nýta það sem það hefur til að tefla fram eins sterku liði og það getur. Það er því vissulega sjónarmið,“ segir Hrafn. „Við myndum örugglega fá víðari flóru af sterkum liðum ef þessi regla væri í gildi.“ Hrafn játar því að gæðin í deildinni verða meiri með fleiri erlendum leikmönnum. „Spilamennskan verður eflaust betri. Það er ekki spurning. Ég er svolítið hoppandi á milli. Það eru líka til leikmenn sem ég hugsa að hefðu ekki fengið sömu tækifæri hefðu sömu reglur væru í gildi. Ég held það verði breytingar ef ég ætti að giska,“ segir Hrafn Kristjánsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00 Tapið í Njarðvík ekki endapunktur Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk liðsstyrk í gær þegar félagið samdi við Tómas Heiðar Tómasson. Íslenskir leikmenn eru gulls ígildi þar sem aðeins einn erlendur leikmaður er leyfður. Gæðin í deildinni eru meiri núna en í fyrra á fyrsta ári. 15. apríl 2015 06:00 Tómas Heiðar samdi við Stjörnuna 50-50-90-skyttan spilar með bikarmeisturunum í Dominos-deildinni á næsta tímabili. 14. apríl 2015 13:15 Justin Shouse mun spila sitt áttunda tímabil í Garðabænum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar kynnti nýjan leikmann, Tómas Heiðar Tómasson, á blaðamannafundi í dag en þar kom líka fram að Justin Shouse ætlar að spila áfram með liðinu. 14. apríl 2015 16:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Fleiri fréttir Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Sjá meira
Bikarmeistarar Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta stukku á einn heitasta íslenska bitann á markaðnum í gær þegar liðið samdi við skyttuna Tómas Heiðar Tómasson. Eftir að reglur um erlenda leikmenn voru hertar fyrir tveimur árum og aðeins einn Kani leyfður og enginn Bosman-leikmaður hefur gildi góðra íslenska leikmanna margfaldast. Margir innan hreyfingarinnar búast við því að Bosman-leikmenn verði leyfðir á næsta ársþingi, enda tæpt að það standist almenna löggjöf að meina þeim um atvinnu á Íslandi. „Ég hef skilning á sjónarmiðum beggja en eftir síðasta tímabil var maður á því að þessa breytingu þurfi að gera. Ekki síst vegna þess að ég er ekki viss um að þetta standist regluverk Evrópu um að hefta atvinnuflæði evrópskra einstaklinga,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi. „Fyrsta árið eftir að reglurnar tóku gildi fannst mér gæðin í deildinni ekki mikil. Það verður tekist á um þetta á þinginum og ég hef trú á því að sjónarmið þeirra sem vilja óbreytt ástand séu örlítið sterkari núna.“ „Gæðin eru meiri og við erum að sjá yngri stráka fá tækifæri og komast erlendis eins og Dag Kár hjá okkur. Þetta verður beggja blands en ég skal hreinlega játa það að ég er ekki búinn að gera upp hug minn,“ segir Hrafn. Landsbyggðarliðin vilja flest hver fá Bosman-leikmennina inn svo auðveldara sé fyrir þau að manna sín lið með gæðaleikmönnum. Það hefur lengi þótt erfitt að fá góða íslenska leikmenn af höfuðborgarsvæðinu til að spila úti á landi. „Ég get skrifað undir það [að þetta sé mikilvægt fyrir landsbyggðarliðin]. Lið eins og KFÍ hefði svo sannarlega gagnast þessi regla. Þar erum við með félag sem stendur vel en hendur þess eru bundnar og það nær ekki að nýta það sem það hefur til að tefla fram eins sterku liði og það getur. Það er því vissulega sjónarmið,“ segir Hrafn. „Við myndum örugglega fá víðari flóru af sterkum liðum ef þessi regla væri í gildi.“ Hrafn játar því að gæðin í deildinni verða meiri með fleiri erlendum leikmönnum. „Spilamennskan verður eflaust betri. Það er ekki spurning. Ég er svolítið hoppandi á milli. Það eru líka til leikmenn sem ég hugsa að hefðu ekki fengið sömu tækifæri hefðu sömu reglur væru í gildi. Ég held það verði breytingar ef ég ætti að giska,“ segir Hrafn Kristjánsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00 Tapið í Njarðvík ekki endapunktur Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk liðsstyrk í gær þegar félagið samdi við Tómas Heiðar Tómasson. Íslenskir leikmenn eru gulls ígildi þar sem aðeins einn erlendur leikmaður er leyfður. Gæðin í deildinni eru meiri núna en í fyrra á fyrsta ári. 15. apríl 2015 06:00 Tómas Heiðar samdi við Stjörnuna 50-50-90-skyttan spilar með bikarmeisturunum í Dominos-deildinni á næsta tímabili. 14. apríl 2015 13:15 Justin Shouse mun spila sitt áttunda tímabil í Garðabænum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar kynnti nýjan leikmann, Tómas Heiðar Tómasson, á blaðamannafundi í dag en þar kom líka fram að Justin Shouse ætlar að spila áfram með liðinu. 14. apríl 2015 16:30 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Fleiri fréttir Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Sjá meira
Tómas Heiðar: Geri mitt besta að fylla í skarð Dags Kár Stjarnan fann frábæran mann til að leysa Dag Kár Jónsson af, en liðið samdi við Tómas Heiðar Tómasson í dag. 14. apríl 2015 17:00
Tapið í Njarðvík ekki endapunktur Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, fékk liðsstyrk í gær þegar félagið samdi við Tómas Heiðar Tómasson. Íslenskir leikmenn eru gulls ígildi þar sem aðeins einn erlendur leikmaður er leyfður. Gæðin í deildinni eru meiri núna en í fyrra á fyrsta ári. 15. apríl 2015 06:00
Tómas Heiðar samdi við Stjörnuna 50-50-90-skyttan spilar með bikarmeisturunum í Dominos-deildinni á næsta tímabili. 14. apríl 2015 13:15
Justin Shouse mun spila sitt áttunda tímabil í Garðabænum Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar kynnti nýjan leikmann, Tómas Heiðar Tómasson, á blaðamannafundi í dag en þar kom líka fram að Justin Shouse ætlar að spila áfram með liðinu. 14. apríl 2015 16:30