Engin hraðatakmörk á 204 km vegi í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2015 15:44 Frá og með 1. febrúar í fyrra leyfðu áströlsk yfirvöld ótakmarkaðan hraða á 204 kílómetra vegakafla norður af Alice Springs. Skilaboð yfirvalda, sem sjást á skiltum við veginn, er að ökumenn aki á þeim hraða sem sé þeim sjálfum öruggur, sem og öðrum vegfarendum. Porsche þótti þessi gjörningur svo ágætur að þeir sendu Porsche 918 Spyder Weissach bíl til að prófa þennan veg og hvernig það væri að aka honum á 350 km hraða og má sjá akstur hans í meðfylgjandi myndskeiði. Það sést í myndskeiðinu að þegar bíllinn nær 350 km hraða sýnir snúningsmælirinn næstum 9.000 snúninga á mínútu. Það var eins gott að einhverjar af fjölmörgum kengúrum eða villihundum Ástralíu voru ekki að vappa yfir veginn akkúrat á meðan akstri hans stóð. Kominn á 350 km hraða. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent
Frá og með 1. febrúar í fyrra leyfðu áströlsk yfirvöld ótakmarkaðan hraða á 204 kílómetra vegakafla norður af Alice Springs. Skilaboð yfirvalda, sem sjást á skiltum við veginn, er að ökumenn aki á þeim hraða sem sé þeim sjálfum öruggur, sem og öðrum vegfarendum. Porsche þótti þessi gjörningur svo ágætur að þeir sendu Porsche 918 Spyder Weissach bíl til að prófa þennan veg og hvernig það væri að aka honum á 350 km hraða og má sjá akstur hans í meðfylgjandi myndskeiði. Það sést í myndskeiðinu að þegar bíllinn nær 350 km hraða sýnir snúningsmælirinn næstum 9.000 snúninga á mínútu. Það var eins gott að einhverjar af fjölmörgum kengúrum eða villihundum Ástralíu voru ekki að vappa yfir veginn akkúrat á meðan akstri hans stóð. Kominn á 350 km hraða.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent