Útvarpið á enn líf í bílum Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2015 12:42 Valmynd fyrir útvarpsstöðvar í Audi bíl. Ökumenn í dag eiga marga valmöguleika er kemur að því að hlusta á tónlist með hinum ýmsu tengingum við snjalltæki og tónlistarveitur. Því fer notkun hefðbundins útvarps síminnkandi í bílum og hefur því verið spáð að stutt sé í að útvarpið hverfi brátt í nýjum bílum. Ný könnun á meðal bandarískra ökumanna bendir þó til þess að útvarp í bílum eigi enn nokkurt líf fyrir höndum, en 84% þeirra nota enn útvarpið í bílum sínum og 67% segja að útvarpið sé enn megintækið þegar kemur að því að hlusta á tónlist. Ennfremur leiddi könnunin í ljós að CD-spilarar í bílum ökumanna vestra séu enn mikið notaðir og sögðust 64% ökumanna nota þá reglulega og að meðalfjöldi CD-diska í bílum þeirra sé 10,5 diskar. Aðeins 29% ökumanna reyndust kaupa áskrift af gagnaveitum fyrir tónlist. Þessar tölur koma á óvart en kannski eru Bandaríkjamenn talsvert langt á eftir fólki í Evrópu og Asíu er kemur að þessum málum. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent
Ökumenn í dag eiga marga valmöguleika er kemur að því að hlusta á tónlist með hinum ýmsu tengingum við snjalltæki og tónlistarveitur. Því fer notkun hefðbundins útvarps síminnkandi í bílum og hefur því verið spáð að stutt sé í að útvarpið hverfi brátt í nýjum bílum. Ný könnun á meðal bandarískra ökumanna bendir þó til þess að útvarp í bílum eigi enn nokkurt líf fyrir höndum, en 84% þeirra nota enn útvarpið í bílum sínum og 67% segja að útvarpið sé enn megintækið þegar kemur að því að hlusta á tónlist. Ennfremur leiddi könnunin í ljós að CD-spilarar í bílum ökumanna vestra séu enn mikið notaðir og sögðust 64% ökumanna nota þá reglulega og að meðalfjöldi CD-diska í bílum þeirra sé 10,5 diskar. Aðeins 29% ökumanna reyndust kaupa áskrift af gagnaveitum fyrir tónlist. Þessar tölur koma á óvart en kannski eru Bandaríkjamenn talsvert langt á eftir fólki í Evrópu og Asíu er kemur að þessum málum.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent