Körfubolti

Haukarnir eru 4-0 með bakið upp við vegg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Óskarsson.
Haukur Óskarsson. Vísir/Vilhelm
Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Tindastól þegar liðið sótti sigur í gærkvöldi í Síkið á Sauðárkróki.

Þetta var fjórði sigur Haukaliðsins í röð í leik þar tap hefði þýtt sumarfrí því liðið kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir á móti Keflavík í átta liða úrslitunum.

Haukaliðið vann þrjá síðustu leiki sína á móti Keflavík þar sem liðið var að spila fyrir lífi sínu í úrslitakeppninni.

Haukarnir voru aftur búnir að koma sér í sömu stöðu þegar þeir mættu á Sauðárkrók í gærkvöldi en spiluðu einn sinn besta leik í vetur og unnu leikinn með 14 stigum.

Haukur Óskarsson hefur verið öflugur í þessum leikjum upp á líf eða dauða í úrslitakeppninni í ár en hann skoraði samt öll 17 stigin sín á Króknum í gær í seinni hálfleiknum.

Haukur klikkaði á öllum fjórum skotum sínum í seinni hálfleik en aðeins einu skoti af sjö í seinni hálfleik þar sem hann skoraði 17 stig.

Haukur hefur skorað 20,5 stig að meðaltali í leikjunum þar sem tap hefði þýtt sumarfrí en 10,5 stig að meðaltali í leikjunum sem Haukarnir "máttu" tapa.

Leikir Hauka í úrslitakeppninni 2015 með bakið upp við vegg:

8 liða úrslit, leikur 3

27. mars Ásvellir

Haukar - Keflavík 100-88

Atkvæðamestir: Haukur Óskarsson 23 stig/7 fráköst, Alex Francis 22 stig/13 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Barja 16 stig/10 stoðsendingar, Kári Jónsson 15 stig/8 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 11 stig.

8 liða úrslit leikur 4

30.mars Keflavík

Keflavík - Haukar 73-80

Atkvæðamestir: Alex Francis 21 stig/15 fráköst, Haukur Óskarsson 19 stig/6 fráköst, Kári Jónsson 16 stig, Kristinn Marinósson 15 stig/9 fráköst.

8 liða úrslit, leikur 5

2. apríl Ásvellir

Haukar - Keflavík 96-79

Atkvæðamestir: Alex Francis 30 stig/8 fráköst/5 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 23 stig/7 fráköst, Kári Jónsson 16 stig, Emil Barja 10 stig/7 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Kristinn Marinósson 9/8 fráköst.

Undanúrslit, leikur 3

13. apríl, Sauðárkrókur

Tindastóll - Haukar 79-93

Atkvæðamestir: Emil Barja 19 stig/15 fráköst/7 stoðsendingar, Alex Francis 18 stig/5 fráköst, Haukur Óskarsson 17 stig, Kári Jónsson 10 stig/4 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×