Rafdrifnar forþjöppur - ný leið til lægri eyðslu Finnur Thorlacius skrifar 13. apríl 2015 16:09 Nýr Audi Q7 fær rafdrifnar forþjöppur. Bílaframleiðendur leita allra mögulegra leiða til að minnka eyðslu bíla sinna og með því hlýta ströngum reglum yfirvalda um síminnkandi eyðslu og mengun. Ekki sakar það ef að ný tækni til slíks eykur einnig afl bílanna, en það á við notkun rafdrifinna forþjappa sem bætast við forþjöppu sem nærast á afgasi frá vélunum. Annar kosturinn við notkun rafdrifinna forþjappa er að þær geta unnið á lágum snúningi vélanna. Því hverfur með þeim einn helsti ókostur hefðbundinna forþjappa, þ.e. svokallað „turbolag“, þar sem þær byrja ekki að vinna að fullu fyrr en afgasþrýstingur þeirra dælir nægu lofti. Einn framleiðandi rafknúinna forþjappa, Valeo frá Frakklandi segir að með notkun þeirra megi minnka eyðslu frá 7% til 20%. Audi mun nota rafknúnar forþjöppur frá Valeo í Audi Q7 jeppann af næstu kynslóð en stutt er í tilkomu hans. Valeo telur sig hafa eins til tveggja ára forskot á aðra framleiðendur við smíði rafdrifinna forþjappa, en stórir framleiðendur eins og Honeywell er einnig að undirbúa framleiðslu slíkra forþjappa. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent
Bílaframleiðendur leita allra mögulegra leiða til að minnka eyðslu bíla sinna og með því hlýta ströngum reglum yfirvalda um síminnkandi eyðslu og mengun. Ekki sakar það ef að ný tækni til slíks eykur einnig afl bílanna, en það á við notkun rafdrifinna forþjappa sem bætast við forþjöppu sem nærast á afgasi frá vélunum. Annar kosturinn við notkun rafdrifinna forþjappa er að þær geta unnið á lágum snúningi vélanna. Því hverfur með þeim einn helsti ókostur hefðbundinna forþjappa, þ.e. svokallað „turbolag“, þar sem þær byrja ekki að vinna að fullu fyrr en afgasþrýstingur þeirra dælir nægu lofti. Einn framleiðandi rafknúinna forþjappa, Valeo frá Frakklandi segir að með notkun þeirra megi minnka eyðslu frá 7% til 20%. Audi mun nota rafknúnar forþjöppur frá Valeo í Audi Q7 jeppann af næstu kynslóð en stutt er í tilkomu hans. Valeo telur sig hafa eins til tveggja ára forskot á aðra framleiðendur við smíði rafdrifinna forþjappa, en stórir framleiðendur eins og Honeywell er einnig að undirbúa framleiðslu slíkra forþjappa.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent