Vendu barnið af bleyjunni sigga dögg skrifar 16. apríl 2015 16:00 Ipotty Vísir Barn þarf á einhverjum tímapunkti að hætta með bleyju og fara gera stykkin sín í salerni. Sum börn gera þetta af sjálfdáðum einhver staðar á tímabilinu tólf mánaða til þriggja ára en fyrir sum börn þá þarf aga og aðhald og sérstakt átak. Flestir byrja á því að venja barn af bleyjunni á milli tveggja og þriggja ára. Eins og oft er sagt með að allt sé nú til þá á það líka við um uppeldisaðferðir. Nýjasta nýtt í koppamálum er Ipotty sem er með sérstökum standi fyrir spjaldtölvuna. Börn læra af fyrirmyndunum og gjarnan má sjá fullorðna læðast með spjallsímann inn á salerni þegar þeir ganga örna sinna. Ef þú hefur áhyggjur að spjaldtölvan ein og sér heilli ekki nægjanlega þá er nú hægt að fá fullt af smáforritum til að hafa ofan af fyrir barnið á koppinum (því eins og margir vita að þá getur setan á setunni tekið þó nokkurn tíma). Í þessum smáforritum má lita og syngja og sprella saman og spurning hvort spjaldtölvutíminn verði nú einangraður við koppinn. Ef þú vilt gera þetta upp á gamla lagið án tækninnar þá er gott að hafa mikla og góða þolinmæði og margar uppeldisbækur sverja að þetta taki þrjá daga af bleyjulausu vafri um heimilið og svo sé þetta komið. Og eitt sem Dr. Phil segir, passaðu að þú vitir gjaldmiðil barnsins sem þú ert að klósettvenja ef þú ert að múta með gjöfum. Ef þú býður ekki vel þá er lítill sem enginn hvati fyrir því að sleppa bleyjunni (frá augum barnsins, bleyjur eru ákveðin þjónusta). Mundu bara að anda inn og út, brosa og vera með góða tusku. Heilsa Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Barn þarf á einhverjum tímapunkti að hætta með bleyju og fara gera stykkin sín í salerni. Sum börn gera þetta af sjálfdáðum einhver staðar á tímabilinu tólf mánaða til þriggja ára en fyrir sum börn þá þarf aga og aðhald og sérstakt átak. Flestir byrja á því að venja barn af bleyjunni á milli tveggja og þriggja ára. Eins og oft er sagt með að allt sé nú til þá á það líka við um uppeldisaðferðir. Nýjasta nýtt í koppamálum er Ipotty sem er með sérstökum standi fyrir spjaldtölvuna. Börn læra af fyrirmyndunum og gjarnan má sjá fullorðna læðast með spjallsímann inn á salerni þegar þeir ganga örna sinna. Ef þú hefur áhyggjur að spjaldtölvan ein og sér heilli ekki nægjanlega þá er nú hægt að fá fullt af smáforritum til að hafa ofan af fyrir barnið á koppinum (því eins og margir vita að þá getur setan á setunni tekið þó nokkurn tíma). Í þessum smáforritum má lita og syngja og sprella saman og spurning hvort spjaldtölvutíminn verði nú einangraður við koppinn. Ef þú vilt gera þetta upp á gamla lagið án tækninnar þá er gott að hafa mikla og góða þolinmæði og margar uppeldisbækur sverja að þetta taki þrjá daga af bleyjulausu vafri um heimilið og svo sé þetta komið. Og eitt sem Dr. Phil segir, passaðu að þú vitir gjaldmiðil barnsins sem þú ert að klósettvenja ef þú ert að múta með gjöfum. Ef þú býður ekki vel þá er lítill sem enginn hvati fyrir því að sleppa bleyjunni (frá augum barnsins, bleyjur eru ákveðin þjónusta). Mundu bara að anda inn og út, brosa og vera með góða tusku.
Heilsa Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira