Audi vinnur fyrsta þolakstur ársins Finnur Thorlacius skrifar 13. apríl 2015 09:57 Porsche 919 bílinn í keppninni í Silverstone um helgina. Mikill áhugi er fyrir þolaksturskeppnum ársins og bílaframleiðendum þeim sem senda bíla til keppni hefur fjölgað og nú er Porsche meðal þáttakenda, í fyrsta skipti í langan tíma. Fyrsta keppnin í keppnisröðinni World Endurance Championship var haldin á Silverstone brautinni í Bretlandi um helgina. Sigurvegari þar var Audi með ökumennina Andre Lotterer, Benoit treluyer og Marcel Fassler undir stýri. Porsche 919 með Mark Webber og Brendon Hartley og Timo Bernhard við stýrið veittu þó Audi bílnum harða keppni og komu aðeins 4,6 sekúndum á eftir. Toyota átti bílana sem komu í þriðja og fjórða sætinu og var sá fyrri aðeins 14,8 sekúndum á eftir Audi bílnum og var því keppnin að þessu sinni afar spennandi. Þessi keppni er ekki eins löng og hin fræga Le Mans þolaksturskeppni sem tekur einn sólarhring, en ekið var í 6 klukkutíma í Silverstone. Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent
Mikill áhugi er fyrir þolaksturskeppnum ársins og bílaframleiðendum þeim sem senda bíla til keppni hefur fjölgað og nú er Porsche meðal þáttakenda, í fyrsta skipti í langan tíma. Fyrsta keppnin í keppnisröðinni World Endurance Championship var haldin á Silverstone brautinni í Bretlandi um helgina. Sigurvegari þar var Audi með ökumennina Andre Lotterer, Benoit treluyer og Marcel Fassler undir stýri. Porsche 919 með Mark Webber og Brendon Hartley og Timo Bernhard við stýrið veittu þó Audi bílnum harða keppni og komu aðeins 4,6 sekúndum á eftir. Toyota átti bílana sem komu í þriðja og fjórða sætinu og var sá fyrri aðeins 14,8 sekúndum á eftir Audi bílnum og var því keppnin að þessu sinni afar spennandi. Þessi keppni er ekki eins löng og hin fræga Le Mans þolaksturskeppni sem tekur einn sólarhring, en ekið var í 6 klukkutíma í Silverstone.
Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent