Sport

Eitt silfur og átta brons á Norðurlandameistaramótinu í karate

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska liðið í hópkata vann til silfurverðlauna.
Íslenska liðið í hópkata vann til silfurverðlauna. mynd/þorsteinn yngvi guðmundsson
Norðurlandameistaramótið í karate fór fram í Laugardalshöll, í gær laugardaginn 11.apríl. Um 190 keppendur frá sjö þjóðum mættu til leik og var keppt á þremur völlum samtímis.

Norðurlönd eiga mjög marga sterka keppendur, þar af tvo ríkjandi Evrópumeistara og silfurverðlaunahafa af Heimsmeistaramótum. Ísland átti 33 keppendur á mótinu og stóðu þeir sig ágætlega, uppskera dagsins var eitt silfur og átta brons.

Keppt var í 29 einstaklingsflokkum þar sem skipt er í flokka eftir aldri keppenda ásamt því að keppt var í 4 liðakeppnum karla og kvenna, í kata og kumite.

Margar skemmtilegar og spennandi viðureignir fóru fram og unnu t.d. Evrópumeistararnir Jonas Friss-Pedersen, Danmörku, og Madeleine Lindstöm, Svíþjóð, sína flokka nokkuð örugglega.

Flest öll úrslit réðust yfir daginn utan átta stærstu fulllorðinsflokkanna sem fóru fram seinna um daginn í svo kölluðum Super Finals. Þar vann m.a. silfurverðlaunahafinn frá síðasta Heimsmeistaramóti Gitte Brunstad, Noregi, sinn flokk.

mynd/þorsteinn yngvi guðmundsson
Hápunktur keppninnar var í liðakeppni í kumite kvenna þar sem Finnland og Noregur áttust við. Eftir þrjár viðureignir var jafnt á sigrum og stigum, þannig að beita þurfti sérreglu þar sem aukaviðureign milli liðanna fór fram.

Þar mættust tvær af sterkustu karatekonum Norðurlanda í frábærri viðureign, þær Gitte Brunstad, Noregi, og Helena Kuusisto, Finnlandi, sem báðar höfðu unnið sinn flokkinn hvor fyrr um daginn. Í úrslitaviðureigninni fór svo að Helena lagði Gitte og þar með unnu Finnar sigur og Norðurlandameistaratitilinn í liðakeppni kvenna.  

Þegar heildarstigin voru tekin saman, þar sem fimm stig eru gefin fyrir 1. sæti, þrjú stig fyrir 2. sæti og eitt stig fyrir 3. sætið, stóð Danmörk uppi sem sigurvegari.

Yfirdómarar voru Javier Escalante frá Svíþjóð og Robert Hamara frá Noregi. Vallarstórar voru Kjell Jackobsen frá Noregi, Pirkko Heinonen frá Finnlandi og Helgi Jóhannesson frá Íslandi.

Mótsstjórar voru Agnar Helgason og María Jensen.

Íslensku verðlaunahafarnir voru:

2. sæti Kata team male, Bogi Benediktsson, Davíð Guðjónsson, Sæmundur Ragnarsson

3. sæti Kata team female, Katrín Kristinsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Svana katla Þorsteinsdóttir

3. sæti, Kumite team male, Elías Guðni Guðnason, Björn Díego Valenzia, Jón Ingi Þorvaldsson, Pétur Rafn Bryde, Sverrir Ólafur Torfason

3. sæti, Kumite male cadet -52kg, Hreiðar Páll Ársælsson

3. sæti, Kumite male cadet -63kg, Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson

3. sæti, Kumite female junior -59kg, Edda Kristín Óttarsdóttir

3. sæti, Kumite female junior +59kg, Katrín Ingunn Björnsdóttir

3. sæti, Kumite female senior -55kg, María Helga Guðmundsdóttir

3. stæti, Kumite male senior -75kg, Elias Guðni Guðnason




Fleiri fréttir

Sjá meira


×