Innlent

Ágætt skíðafæri í dag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Frá skíðasvæðinu á Siglufirði.
Frá skíðasvæðinu á Siglufirði. Vísir/Egill Rögnvaldsson
Opið verður í Bláfjöllum á milli 10 og 17. Rétt fyrir klukkan sjö í morgun var nánast logn, 11 gráðu frost og bjart. Samkvæmt spám er gott að mæta snemma þar sem vindur eykst eftir því sem líður á daginn, samkvæmt upplýsingum úr Bláfjöllum.

Skíðasvæðin á Siglufirði og í Skagafirði verða bæði opin í dag á milli klukkan 11 og 16. Samkvæmt upplýsingum frá forstöðumanni skíðasvæðisins á Siglufirði er 6 gráðu frost, 2 til 6 metrar á sekúndu og hefur verið að létta til með morgninum. Á skíðasvæðinu Tindastóli í Skagafirði er glampandi sól og léttskýjað, með léttri sunnan átt upp á þrjá metra á sekúndu og átta gráðu frost. 

Í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opið á milli 10 og 16 en þar er núna fimm gráðu frost og tveir metrar á sekúndu. Einnig verður opið í Tungudal á Ísafirði á sama tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×