Volkswagen stjóri í Kína fær lífstíðardóm vegna mútuþægni Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2015 11:40 Nú fá mútuþægnir starfsmenn kínverska ríkisins að finna fyrir því. Brottrekinn yfirmaður FAW Group, sem er í 40% eigu Volkswagen, hefur verið dæmdur í lífstíðarlangt fangelsi fyrir að þiggja mútur að andvirði 730 milljóna króna. FAW Group framleiðir Volkswagen bíla í Kína og er í 60% eigu kínverska ríkisins og 40% eigu Volkswagen. Yfirmaðurinn, Shi Tao, þáði samtals 48 sinnum mútur á árunum 2006 til 2013, þegar upp komst um athæfi hans. Múturnar þáði hann frá söluumboðum fyrir það að tryggja þeim nægt framboð bíla Volkswagen. Þessi dómur hans er einn af mörgum undanfarið í herferð kínverska ríkisins til að uppræta spillingu í röðum ráðamanna sem starfa fyrir ríkisfyrirtæki í Kína. Volkswagen fagnar mjög fangelsisdómi Shi Tao og segir að fyrirtækið vilji ekki tengjast mútuþægni, hvar sem er í heiminum. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent
Brottrekinn yfirmaður FAW Group, sem er í 40% eigu Volkswagen, hefur verið dæmdur í lífstíðarlangt fangelsi fyrir að þiggja mútur að andvirði 730 milljóna króna. FAW Group framleiðir Volkswagen bíla í Kína og er í 60% eigu kínverska ríkisins og 40% eigu Volkswagen. Yfirmaðurinn, Shi Tao, þáði samtals 48 sinnum mútur á árunum 2006 til 2013, þegar upp komst um athæfi hans. Múturnar þáði hann frá söluumboðum fyrir það að tryggja þeim nægt framboð bíla Volkswagen. Þessi dómur hans er einn af mörgum undanfarið í herferð kínverska ríkisins til að uppræta spillingu í röðum ráðamanna sem starfa fyrir ríkisfyrirtæki í Kína. Volkswagen fagnar mjög fangelsisdómi Shi Tao og segir að fyrirtækið vilji ekki tengjast mútuþægni, hvar sem er í heiminum.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent