Volkswagen stjóri í Kína fær lífstíðardóm vegna mútuþægni Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2015 11:40 Nú fá mútuþægnir starfsmenn kínverska ríkisins að finna fyrir því. Brottrekinn yfirmaður FAW Group, sem er í 40% eigu Volkswagen, hefur verið dæmdur í lífstíðarlangt fangelsi fyrir að þiggja mútur að andvirði 730 milljóna króna. FAW Group framleiðir Volkswagen bíla í Kína og er í 60% eigu kínverska ríkisins og 40% eigu Volkswagen. Yfirmaðurinn, Shi Tao, þáði samtals 48 sinnum mútur á árunum 2006 til 2013, þegar upp komst um athæfi hans. Múturnar þáði hann frá söluumboðum fyrir það að tryggja þeim nægt framboð bíla Volkswagen. Þessi dómur hans er einn af mörgum undanfarið í herferð kínverska ríkisins til að uppræta spillingu í röðum ráðamanna sem starfa fyrir ríkisfyrirtæki í Kína. Volkswagen fagnar mjög fangelsisdómi Shi Tao og segir að fyrirtækið vilji ekki tengjast mútuþægni, hvar sem er í heiminum. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent
Brottrekinn yfirmaður FAW Group, sem er í 40% eigu Volkswagen, hefur verið dæmdur í lífstíðarlangt fangelsi fyrir að þiggja mútur að andvirði 730 milljóna króna. FAW Group framleiðir Volkswagen bíla í Kína og er í 60% eigu kínverska ríkisins og 40% eigu Volkswagen. Yfirmaðurinn, Shi Tao, þáði samtals 48 sinnum mútur á árunum 2006 til 2013, þegar upp komst um athæfi hans. Múturnar þáði hann frá söluumboðum fyrir það að tryggja þeim nægt framboð bíla Volkswagen. Þessi dómur hans er einn af mörgum undanfarið í herferð kínverska ríkisins til að uppræta spillingu í röðum ráðamanna sem starfa fyrir ríkisfyrirtæki í Kína. Volkswagen fagnar mjög fangelsisdómi Shi Tao og segir að fyrirtækið vilji ekki tengjast mútuþægni, hvar sem er í heiminum.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent