Driftandi skriðdreki Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2015 11:05 Það er ekki fyrir hvern sem er að eiga skriðdreka, en fyrirtækið Howe & Howe framleiðir skriðdreka sem almenningur getur keypt. Hér sést nýjasta framleiðsla fyrirtækisins, Ripsaw EV2 og fer þar greinilega afar hæft farartæki sem fátt getur stoppað. Skriðdrekinn er með 6,6 lítra Duramax V8 dísilvél og aflið því nægt þar sem skriðdrekinn er ekki mjög þungur og beltin líkari því sem er undir snjósleðum. Enda er þessum skriðdreka fært að drifta að vild, ekki síst ef undirlagið er ísilagt stöðuvatn, eins og sést í þessu myndskeiði. Mjög hátt er undir lægsta punkt á þessum netta skriðdreka og því ætti fátt að geta stöðvað hann. Howe & Howe, sem er í eigu bræðranna Geoff og Michael Howe, hefur sérhæft sig í framleiðslu óvenjulegra og sérhæfðra farartækja og bandaríski herinn er stór kúnni fyrirtæksins og hefur Howe & Howe framleidd hraðskreiða skriðdreka fyrir herinn. Einnig hafa farartæki frá fyrirtækinu verið mikið notuð í kvikmyndum. Líka flottur að innan. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent
Það er ekki fyrir hvern sem er að eiga skriðdreka, en fyrirtækið Howe & Howe framleiðir skriðdreka sem almenningur getur keypt. Hér sést nýjasta framleiðsla fyrirtækisins, Ripsaw EV2 og fer þar greinilega afar hæft farartæki sem fátt getur stoppað. Skriðdrekinn er með 6,6 lítra Duramax V8 dísilvél og aflið því nægt þar sem skriðdrekinn er ekki mjög þungur og beltin líkari því sem er undir snjósleðum. Enda er þessum skriðdreka fært að drifta að vild, ekki síst ef undirlagið er ísilagt stöðuvatn, eins og sést í þessu myndskeiði. Mjög hátt er undir lægsta punkt á þessum netta skriðdreka og því ætti fátt að geta stöðvað hann. Howe & Howe, sem er í eigu bræðranna Geoff og Michael Howe, hefur sérhæft sig í framleiðslu óvenjulegra og sérhæfðra farartækja og bandaríski herinn er stór kúnni fyrirtæksins og hefur Howe & Howe framleidd hraðskreiða skriðdreka fyrir herinn. Einnig hafa farartæki frá fyrirtækinu verið mikið notuð í kvikmyndum. Líka flottur að innan.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent