Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár 29. apríl 2015 21:33 Vísir/Auðunn KR varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfubolta eftir að hafa unnið Tindastól í fjórða leik liðanna í lokaúrslitunum. KR vann rimmuna þar með 3-1. „Þetta er æðislegt. Þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Fólk úti í bæ hefur alltaf talað um einhvern létti. Eitthvað kjaftæði bara.“ „Bikarar vinnast og tapast. Þeir vinnast út af vinnunni sem maður leggur á sig. Við erum búnir að vera með skotmark á bakinu í tvö ár en höfum náð að ýta því frá okkur og gert allt sem við getum til að vinna hvern einasta leik sem við spilum,“ sagði Finnur Freyr ákveðinn. „Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar. Við erum með frábæra stráka í liðinu, aðstoðarþjálfara, sjúkraþjálfara og alla í stjórn og sem eru í kringum liðið.“ „Þetta er fjölskylda. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir að sínir menn hafi byrjað vel í kvöld en að eitthvað hafi gerst undir lok fyrri hálfleiksins. „Ég veit ekki hvort menn voru þreyttir eða hvað. Eitthvað gerðist en við brotnum ekki. Við bognum kannski en brotnum nánast aldrei. Í eina skiptið sem það hefur gerst var í leik númer fjögur gegn Njarðvík.“ „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við vissum að skotin myndu detta og að varnarleikurinn myndi koma. Þvílíkir töffarar, þessir strákar.“ Hann hrósaði Michael Craion en hann tognaði á kálfa í fyrri hálfleik. „Hann var á annarri löppinni í seinni hálfleik. Hann var ótrúlegur. Þegar við töluðum við hann í haust þá töluðum við um að við ætluðum að verða Íslandsmeistarar aftur og mikið rosalega er gaman að geta staðið við það.“ Það mátti heyra á Finni að hann væri hvergi nærri hættur og vildi ná í fleiri titla fyrir KR. „Ég er í þessu starfi til að gera það sem ég er að gera núna. Þetta er það sem þetta félag snýst um. Við vorum taplausir í DHL-höllinni í ár en mig dauðlangar að vinna titilinn minnst einu sinni á heimavelli,“ sagði hann að lokum en KR varð Íslandsmeistari í Grindavík í fyrra. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
KR varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfubolta eftir að hafa unnið Tindastól í fjórða leik liðanna í lokaúrslitunum. KR vann rimmuna þar með 3-1. „Þetta er æðislegt. Þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Fólk úti í bæ hefur alltaf talað um einhvern létti. Eitthvað kjaftæði bara.“ „Bikarar vinnast og tapast. Þeir vinnast út af vinnunni sem maður leggur á sig. Við erum búnir að vera með skotmark á bakinu í tvö ár en höfum náð að ýta því frá okkur og gert allt sem við getum til að vinna hvern einasta leik sem við spilum,“ sagði Finnur Freyr ákveðinn. „Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar. Við erum með frábæra stráka í liðinu, aðstoðarþjálfara, sjúkraþjálfara og alla í stjórn og sem eru í kringum liðið.“ „Þetta er fjölskylda. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir að sínir menn hafi byrjað vel í kvöld en að eitthvað hafi gerst undir lok fyrri hálfleiksins. „Ég veit ekki hvort menn voru þreyttir eða hvað. Eitthvað gerðist en við brotnum ekki. Við bognum kannski en brotnum nánast aldrei. Í eina skiptið sem það hefur gerst var í leik númer fjögur gegn Njarðvík.“ „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við vissum að skotin myndu detta og að varnarleikurinn myndi koma. Þvílíkir töffarar, þessir strákar.“ Hann hrósaði Michael Craion en hann tognaði á kálfa í fyrri hálfleik. „Hann var á annarri löppinni í seinni hálfleik. Hann var ótrúlegur. Þegar við töluðum við hann í haust þá töluðum við um að við ætluðum að verða Íslandsmeistarar aftur og mikið rosalega er gaman að geta staðið við það.“ Það mátti heyra á Finni að hann væri hvergi nærri hættur og vildi ná í fleiri titla fyrir KR. „Ég er í þessu starfi til að gera það sem ég er að gera núna. Þetta er það sem þetta félag snýst um. Við vorum taplausir í DHL-höllinni í ár en mig dauðlangar að vinna titilinn minnst einu sinni á heimavelli,“ sagði hann að lokum en KR varð Íslandsmeistari í Grindavík í fyrra.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn