„Stærsta og flottasta sýning okkar í vetur“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. apríl 2015 15:14 „Þetta eru í raun þrjú verk,“ segir Íris María Stefánsdóttir, markaðsstjóri Íslenska dansflokksins, um BLÆÐI: obsidian pieces sem er samstarfsverkefni dansflokksins og Listahátíðar í Reykjavík. Verkið verður frumsýnt 19. maí á Stóra sviði Borgarleikhússins og í kjölfarið sýnt aftur 25. maí og 28. maí. Listahátíðin sjálf verður sett 13. maí og stendur til 7. júní. „Þarna er stórt verk eftir Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur við tónlist Ben Frost en það kallast Black Marrow. Að auki eru þarna tveir bútar, Sin og The Evocation, úr stærra verki sem kallast Babel (words),“ segir Íris María. Erna Ómarsdóttir er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga og hefur unnið með hópum víða um Evrópu. Hún starfar nú sem listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Það verk er eftir áðurnefndan Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui en Cherkaoui er einn allra eftirsóttasti danshöfundur veraldar. Nýverið tók hann við starfi listræns stjórnanda Kongunglega flæmska ballettsins. Bæði Jalet og Cherkaoiu hlutu hina frönsku riddaraorðu árið 2013 fyrir framlag sitt til lista á heimsvísu. Að lokum ber að nefna verkið Les Médúsées eftir títtnefndan Jalet. „Þetta er síðasta sýningin okkar á þessu sýningarári og það verður öllu tjaldað til. Við verðum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu en höfum hingað til verið á minni sviðum. Þetta er klárlega stærsta og flottasta sýningin okkar í vetur,“ segir Íris María.Með fréttinni má sjá örlítið brot úr sýningunni. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta eru í raun þrjú verk,“ segir Íris María Stefánsdóttir, markaðsstjóri Íslenska dansflokksins, um BLÆÐI: obsidian pieces sem er samstarfsverkefni dansflokksins og Listahátíðar í Reykjavík. Verkið verður frumsýnt 19. maí á Stóra sviði Borgarleikhússins og í kjölfarið sýnt aftur 25. maí og 28. maí. Listahátíðin sjálf verður sett 13. maí og stendur til 7. júní. „Þarna er stórt verk eftir Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur við tónlist Ben Frost en það kallast Black Marrow. Að auki eru þarna tveir bútar, Sin og The Evocation, úr stærra verki sem kallast Babel (words),“ segir Íris María. Erna Ómarsdóttir er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga og hefur unnið með hópum víða um Evrópu. Hún starfar nú sem listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Það verk er eftir áðurnefndan Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui en Cherkaoui er einn allra eftirsóttasti danshöfundur veraldar. Nýverið tók hann við starfi listræns stjórnanda Kongunglega flæmska ballettsins. Bæði Jalet og Cherkaoiu hlutu hina frönsku riddaraorðu árið 2013 fyrir framlag sitt til lista á heimsvísu. Að lokum ber að nefna verkið Les Médúsées eftir títtnefndan Jalet. „Þetta er síðasta sýningin okkar á þessu sýningarári og það verður öllu tjaldað til. Við verðum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu en höfum hingað til verið á minni sviðum. Þetta er klárlega stærsta og flottasta sýningin okkar í vetur,“ segir Íris María.Með fréttinni má sjá örlítið brot úr sýningunni.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira