„Stærsta og flottasta sýning okkar í vetur“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. apríl 2015 15:14 „Þetta eru í raun þrjú verk,“ segir Íris María Stefánsdóttir, markaðsstjóri Íslenska dansflokksins, um BLÆÐI: obsidian pieces sem er samstarfsverkefni dansflokksins og Listahátíðar í Reykjavík. Verkið verður frumsýnt 19. maí á Stóra sviði Borgarleikhússins og í kjölfarið sýnt aftur 25. maí og 28. maí. Listahátíðin sjálf verður sett 13. maí og stendur til 7. júní. „Þarna er stórt verk eftir Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur við tónlist Ben Frost en það kallast Black Marrow. Að auki eru þarna tveir bútar, Sin og The Evocation, úr stærra verki sem kallast Babel (words),“ segir Íris María. Erna Ómarsdóttir er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga og hefur unnið með hópum víða um Evrópu. Hún starfar nú sem listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Það verk er eftir áðurnefndan Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui en Cherkaoui er einn allra eftirsóttasti danshöfundur veraldar. Nýverið tók hann við starfi listræns stjórnanda Kongunglega flæmska ballettsins. Bæði Jalet og Cherkaoiu hlutu hina frönsku riddaraorðu árið 2013 fyrir framlag sitt til lista á heimsvísu. Að lokum ber að nefna verkið Les Médúsées eftir títtnefndan Jalet. „Þetta er síðasta sýningin okkar á þessu sýningarári og það verður öllu tjaldað til. Við verðum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu en höfum hingað til verið á minni sviðum. Þetta er klárlega stærsta og flottasta sýningin okkar í vetur,“ segir Íris María.Með fréttinni má sjá örlítið brot úr sýningunni. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira
„Þetta eru í raun þrjú verk,“ segir Íris María Stefánsdóttir, markaðsstjóri Íslenska dansflokksins, um BLÆÐI: obsidian pieces sem er samstarfsverkefni dansflokksins og Listahátíðar í Reykjavík. Verkið verður frumsýnt 19. maí á Stóra sviði Borgarleikhússins og í kjölfarið sýnt aftur 25. maí og 28. maí. Listahátíðin sjálf verður sett 13. maí og stendur til 7. júní. „Þarna er stórt verk eftir Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur við tónlist Ben Frost en það kallast Black Marrow. Að auki eru þarna tveir bútar, Sin og The Evocation, úr stærra verki sem kallast Babel (words),“ segir Íris María. Erna Ómarsdóttir er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga og hefur unnið með hópum víða um Evrópu. Hún starfar nú sem listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins. Það verk er eftir áðurnefndan Jalet og Sidi Larbi Cherkaoui en Cherkaoui er einn allra eftirsóttasti danshöfundur veraldar. Nýverið tók hann við starfi listræns stjórnanda Kongunglega flæmska ballettsins. Bæði Jalet og Cherkaoiu hlutu hina frönsku riddaraorðu árið 2013 fyrir framlag sitt til lista á heimsvísu. Að lokum ber að nefna verkið Les Médúsées eftir títtnefndan Jalet. „Þetta er síðasta sýningin okkar á þessu sýningarári og það verður öllu tjaldað til. Við verðum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu en höfum hingað til verið á minni sviðum. Þetta er klárlega stærsta og flottasta sýningin okkar í vetur,“ segir Íris María.Með fréttinni má sjá örlítið brot úr sýningunni.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira