Nissan Leaf selst meira en Volt og Prius Plug-In til samans Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2015 11:05 Nissan Leaf rafmagnsbíllinn selst vel um allan heim og slær öðrum rafmagnsbílum við í sölu. Mest seldi rafmagnsbíll heims heldur áfram að slá við keppinautum sínum og tölur fyrir heildarsölu Nissan Leaf eru skoðaðar kemur í ljós að hann hefur frá upphafi selst í fleiri eintökum en samanlögð sala Chevrolet Volt og Toyota Prius Plug-In-Hybrid. Nissan hefur selt 172.000 Leaf bíla frá útkomu hans árið 2010. Chevrolet Volt hefur selst í 88.000 eintökum og Toyota Prius Plug-In-Hybrid hefur selst í 71.000 eintökum. Í fjórða sætinu kemur svo lúxusrafmagnsbíllinn Tesla Model S með 66.000 eintök seld. Sterk innkoma nýrra bíla frá Mitsubishi og BMW nýlega hefur vakið athygli en Outlander Plug-In-Hybrid hefur selst mjög vel og á skömmum tíma hefur BMW i3 rafmagnsbíllinn selst í 23.000 eintökum og BMW hefur vart við eftirspurninni. Carlos Ghosn forstjóri Nissan segir að fyrirtækið ætti að geta selt 50.000 Leaf bíla í Bandaríkjunum einum á ári svo fremi sem að hleðslustöðvanet þar batni. Nissan hefur selt 75.000 af 172.000 bíla sölu Leaf í Bandaríkjunum. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent
Mest seldi rafmagnsbíll heims heldur áfram að slá við keppinautum sínum og tölur fyrir heildarsölu Nissan Leaf eru skoðaðar kemur í ljós að hann hefur frá upphafi selst í fleiri eintökum en samanlögð sala Chevrolet Volt og Toyota Prius Plug-In-Hybrid. Nissan hefur selt 172.000 Leaf bíla frá útkomu hans árið 2010. Chevrolet Volt hefur selst í 88.000 eintökum og Toyota Prius Plug-In-Hybrid hefur selst í 71.000 eintökum. Í fjórða sætinu kemur svo lúxusrafmagnsbíllinn Tesla Model S með 66.000 eintök seld. Sterk innkoma nýrra bíla frá Mitsubishi og BMW nýlega hefur vakið athygli en Outlander Plug-In-Hybrid hefur selst mjög vel og á skömmum tíma hefur BMW i3 rafmagnsbíllinn selst í 23.000 eintökum og BMW hefur vart við eftirspurninni. Carlos Ghosn forstjóri Nissan segir að fyrirtækið ætti að geta selt 50.000 Leaf bíla í Bandaríkjunum einum á ári svo fremi sem að hleðslustöðvanet þar batni. Nissan hefur selt 75.000 af 172.000 bíla sölu Leaf í Bandaríkjunum.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent