Lag frá nýjum listamanni: "Það kannast allir við þessar aðstæður“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. apríl 2015 12:53 Björn Þór Ingason „Ég hef verið að semja síðan ég var þrettán ára og það hefur alltaf verið stefnan að gefa eitthvað út,“ segir Björn Þór Ingason, 29 ára Vesturbæingur uppalinn í Kópavogi. Hann gefur í dag út lagið It Goes Something Like This. „Eftir að ég kláraði viðskiptafræðina var alltaf planið að gefa eitthvað út en það var ekki auðvelt að koma nýr inn strax eftir hurn. Loksins er komið að því að láta á þetta reyna og vonandi fellur þetta vel í kramið hjá fólki.“ Björn Þór hefur frá blautu barnsbeini haft gaman af því að syngja og man ekki eftir sér öðruvísi en syngjandi. Við þrettán ára aldurinn kenndi hann sér sjálfur á gítar sem mamma hans átti og þá var ekki aftur snúið. Það var síðan í Verzló sem að tónlistaráhuginn fór á fullt. Björn Þór tók þátt í þremur uppfærslum af söngleikjum sem nemendamót Verzlunarskólans setti upp og tók einnig þátt í söngkeppni og tónsmíðakeppni skólans. „Texti lagsins er ekkert hrikalega djúpur. Það fjallar um einstakling sem heyrir lag sem honum þykir gott en gengur illa að finna út hvaða lag þetta er. Á endanum fer hann að velta fyrir sér hvort lagið gæti verið hans eigið og hvað það gæti haft í för með sér. Flestir gætu kannast við þessar aðstæður en nú í dag eru að vísu til öpp til að leysa slík vandamál,“ segir Björn Þór.Lagið má heyra hér að neðan. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Ég hef verið að semja síðan ég var þrettán ára og það hefur alltaf verið stefnan að gefa eitthvað út,“ segir Björn Þór Ingason, 29 ára Vesturbæingur uppalinn í Kópavogi. Hann gefur í dag út lagið It Goes Something Like This. „Eftir að ég kláraði viðskiptafræðina var alltaf planið að gefa eitthvað út en það var ekki auðvelt að koma nýr inn strax eftir hurn. Loksins er komið að því að láta á þetta reyna og vonandi fellur þetta vel í kramið hjá fólki.“ Björn Þór hefur frá blautu barnsbeini haft gaman af því að syngja og man ekki eftir sér öðruvísi en syngjandi. Við þrettán ára aldurinn kenndi hann sér sjálfur á gítar sem mamma hans átti og þá var ekki aftur snúið. Það var síðan í Verzló sem að tónlistaráhuginn fór á fullt. Björn Þór tók þátt í þremur uppfærslum af söngleikjum sem nemendamót Verzlunarskólans setti upp og tók einnig þátt í söngkeppni og tónsmíðakeppni skólans. „Texti lagsins er ekkert hrikalega djúpur. Það fjallar um einstakling sem heyrir lag sem honum þykir gott en gengur illa að finna út hvaða lag þetta er. Á endanum fer hann að velta fyrir sér hvort lagið gæti verið hans eigið og hvað það gæti haft í för með sér. Flestir gætu kannast við þessar aðstæður en nú í dag eru að vísu til öpp til að leysa slík vandamál,“ segir Björn Þór.Lagið má heyra hér að neðan.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira