Ósáttir við endurkomu Hönnu Birnu: Hanna Birna segist sækja umboð sitt til kjósenda Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 27. apríl 2015 19:29 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti á sinn fyrsta þingflokksfund í dag eftir að hafa verið í leyfi frá þingmennsku í kjölfar þess að hún sagði af sér ráðherraembætti eftir að aðstoðarmaður hennar Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur fyrir aðild sína að lekamálinu. „Ef ég hefði gengið í gegnum það sama og hún í hennar ráðuneyti og orðið uppvís af samskonar dómgreindarleysi og hún varð, þá hefði ég litið svo á að ég þyrfti að endurnýja umboð mitt áður en ég kæmi hingað til þessarar stofnunar,“ segir Róbert Marshall formaður þingflokks Bjartrar framtíðar.Ekki heiðarleg svör Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að það blasi við ósamræmi milli skýringa sem ráðherrann gaf á sínum tíma og þess sem síðar hafi komið í ljós í málinu. Það sé stóralvarlegt mál. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata segir að ekki sé hægt að segja að svör ráðherrans hafi verið heiðarleg þegar hún hafi verið spurð út í málin á þinginu. Hún hafi veist að þingmönnum þegar hún hafi verið spurð út úr. Þetta sé því mjög óþægilegt og það séu þung skref inná þennan vinnustað vegna þessa og fleiri mála. Von er á skýrslu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar innan fárra daga um málið en Hanna Birna vildi ekki mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þegar hún var beðin um að svara spurningum nefndarinnar. Það gagnrýna formennirnir einnig harðlega. „Ég var í fríi þegar óskað var eftir að ég kæmi fyrir nefndina,“ segir Hanna Birna um það. „Ég hef ítrekað svarað þessum spurningum, bæði í þinginu og eins farið á fund nefndarinnar og í þrígang svarað spurningum umboðsmanns Alþingis. Hún rifjar upp að eitt og hálft ár sé liðið frá því málið kom upp. Ákveði þingið eða hluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar að halda málinu áfram, þá sé það þeirra mál. Og aðspurð um skoðanir þeirra þingmanna sem ekki telja rétt að hún snúi aftur, segist hún sækja umboð sitt til kjósenda. Alþingi Lekamálið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna eru ekki sáttir við að Hanna Birna Kristjánsdóttir snúi aftur á þing meðan spurningum er ósvarað um samskipti hennar við þingið meðan lekamálið stóð sem hæst. Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti á sinn fyrsta þingflokksfund í dag eftir að hafa verið í leyfi frá þingmennsku í kjölfar þess að hún sagði af sér ráðherraembætti eftir að aðstoðarmaður hennar Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur fyrir aðild sína að lekamálinu. „Ef ég hefði gengið í gegnum það sama og hún í hennar ráðuneyti og orðið uppvís af samskonar dómgreindarleysi og hún varð, þá hefði ég litið svo á að ég þyrfti að endurnýja umboð mitt áður en ég kæmi hingað til þessarar stofnunar,“ segir Róbert Marshall formaður þingflokks Bjartrar framtíðar.Ekki heiðarleg svör Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir að það blasi við ósamræmi milli skýringa sem ráðherrann gaf á sínum tíma og þess sem síðar hafi komið í ljós í málinu. Það sé stóralvarlegt mál. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata segir að ekki sé hægt að segja að svör ráðherrans hafi verið heiðarleg þegar hún hafi verið spurð út í málin á þinginu. Hún hafi veist að þingmönnum þegar hún hafi verið spurð út úr. Þetta sé því mjög óþægilegt og það séu þung skref inná þennan vinnustað vegna þessa og fleiri mála. Von er á skýrslu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar innan fárra daga um málið en Hanna Birna vildi ekki mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þegar hún var beðin um að svara spurningum nefndarinnar. Það gagnrýna formennirnir einnig harðlega. „Ég var í fríi þegar óskað var eftir að ég kæmi fyrir nefndina,“ segir Hanna Birna um það. „Ég hef ítrekað svarað þessum spurningum, bæði í þinginu og eins farið á fund nefndarinnar og í þrígang svarað spurningum umboðsmanns Alþingis. Hún rifjar upp að eitt og hálft ár sé liðið frá því málið kom upp. Ákveði þingið eða hluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar að halda málinu áfram, þá sé það þeirra mál. Og aðspurð um skoðanir þeirra þingmanna sem ekki telja rétt að hún snúi aftur, segist hún sækja umboð sitt til kjósenda.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira