Stutt í Golf R 400 Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2015 16:00 Volkswagen R 400 verður snaröflugt tryllitæki. Hér hefur áður verið sagt frá hugmyndum Volkswagen að smíði enn aflmeiri Golf bíls en 300 hestafla Golf R kraftabílsins. Volkswagen hefur sýnt Golf R 400 á bílasýningum, en margir hafa ætlað að þessi bíll færi engu að síður aldrei í framleiðslu. Það hefur þó verið staðfest og það sem meira er, það eru ekki nema örfáir mánuðir í komu hans að sögn yfirmanns vélarframleiðslu Volkswagen, Dr. Heinz-Jakob Neusser. Golf R 400 er eins og nafnið bendir til með 400 hestöfl undir húddinu og fjöðrun og bremsur sem hæfa svo miklu afli. Búist er við því að Golf R 400 verði sýndur í endanlegri mynd á bílasýningunni í Frankfurt í september. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent
Hér hefur áður verið sagt frá hugmyndum Volkswagen að smíði enn aflmeiri Golf bíls en 300 hestafla Golf R kraftabílsins. Volkswagen hefur sýnt Golf R 400 á bílasýningum, en margir hafa ætlað að þessi bíll færi engu að síður aldrei í framleiðslu. Það hefur þó verið staðfest og það sem meira er, það eru ekki nema örfáir mánuðir í komu hans að sögn yfirmanns vélarframleiðslu Volkswagen, Dr. Heinz-Jakob Neusser. Golf R 400 er eins og nafnið bendir til með 400 hestöfl undir húddinu og fjöðrun og bremsur sem hæfa svo miklu afli. Búist er við því að Golf R 400 verði sýndur í endanlegri mynd á bílasýningunni í Frankfurt í september.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent