Tesla milli stranda Bandaríkjanna á 59 tímum Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2015 11:10 Tesla Model S bíllinn á einni hraðhleðslustöðinni á leiðinni. Margir bílkaupendur þora ekki að kaupa rafmagnsbíla vegna drægni þeirra. Þeir óttast að komast ekki á milli lengri áfangastaða. Tesla vill eyða þessum ótta og hefur í því skyni ekið Tesla Model S bílum margar lengri leiðir og það á merkilega skömmum tíma. Nýjasta dæmið er akstur milli stranda Bandaríkjanna í síðustu viku sem ekki tók nema 58 klukkustundir og 55 mínútur. Á þeim tíma voru farnir 4.845 kílómetrar milli borganna Los Angeles og New York. Á þessum tíma þurfti að sjálfsögðu að hlaða bílinn rafmagni mörgum sinnum en Tesla hefur sett upp hraðhleðslustöðvanet sem tryggir að þetta er hægt. Ef deilt er í vegalengdina með þeim tíma sem aksturinn tók sést að meðalhraði bílsins var 82,25 km/klst. Eitthvað hafa þó ökumenn bílsins farið hraðar á stundum, ef tekið er tillit til þess að inní heildartímanum eru þau stopp sem nauðsynleg voru til hleðslu bílsins. Sá tími sem bíllinn stóð kyrr til hleðslu var samtals 16 klukkutímar og 31 mínúta. Því var bíllinn aðeins 42 klukkutíma og 24 mínútur á ferð og meðalhraðinn því um 114 km/klst. Síðasta sumar fóru bílablaðamenn Edmunds.com þessa sömu leið á samskonar bíl á 67 klukkustundum og 21 mínútu og því var metið bætt nú um sjö og hálfa klukkustund. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent
Margir bílkaupendur þora ekki að kaupa rafmagnsbíla vegna drægni þeirra. Þeir óttast að komast ekki á milli lengri áfangastaða. Tesla vill eyða þessum ótta og hefur í því skyni ekið Tesla Model S bílum margar lengri leiðir og það á merkilega skömmum tíma. Nýjasta dæmið er akstur milli stranda Bandaríkjanna í síðustu viku sem ekki tók nema 58 klukkustundir og 55 mínútur. Á þeim tíma voru farnir 4.845 kílómetrar milli borganna Los Angeles og New York. Á þessum tíma þurfti að sjálfsögðu að hlaða bílinn rafmagni mörgum sinnum en Tesla hefur sett upp hraðhleðslustöðvanet sem tryggir að þetta er hægt. Ef deilt er í vegalengdina með þeim tíma sem aksturinn tók sést að meðalhraði bílsins var 82,25 km/klst. Eitthvað hafa þó ökumenn bílsins farið hraðar á stundum, ef tekið er tillit til þess að inní heildartímanum eru þau stopp sem nauðsynleg voru til hleðslu bílsins. Sá tími sem bíllinn stóð kyrr til hleðslu var samtals 16 klukkutímar og 31 mínúta. Því var bíllinn aðeins 42 klukkutíma og 24 mínútur á ferð og meðalhraðinn því um 114 km/klst. Síðasta sumar fóru bílablaðamenn Edmunds.com þessa sömu leið á samskonar bíl á 67 klukkustundum og 21 mínútu og því var metið bætt nú um sjö og hálfa klukkustund.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent