Tesla milli stranda Bandaríkjanna á 59 tímum Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2015 11:10 Tesla Model S bíllinn á einni hraðhleðslustöðinni á leiðinni. Margir bílkaupendur þora ekki að kaupa rafmagnsbíla vegna drægni þeirra. Þeir óttast að komast ekki á milli lengri áfangastaða. Tesla vill eyða þessum ótta og hefur í því skyni ekið Tesla Model S bílum margar lengri leiðir og það á merkilega skömmum tíma. Nýjasta dæmið er akstur milli stranda Bandaríkjanna í síðustu viku sem ekki tók nema 58 klukkustundir og 55 mínútur. Á þeim tíma voru farnir 4.845 kílómetrar milli borganna Los Angeles og New York. Á þessum tíma þurfti að sjálfsögðu að hlaða bílinn rafmagni mörgum sinnum en Tesla hefur sett upp hraðhleðslustöðvanet sem tryggir að þetta er hægt. Ef deilt er í vegalengdina með þeim tíma sem aksturinn tók sést að meðalhraði bílsins var 82,25 km/klst. Eitthvað hafa þó ökumenn bílsins farið hraðar á stundum, ef tekið er tillit til þess að inní heildartímanum eru þau stopp sem nauðsynleg voru til hleðslu bílsins. Sá tími sem bíllinn stóð kyrr til hleðslu var samtals 16 klukkutímar og 31 mínúta. Því var bíllinn aðeins 42 klukkutíma og 24 mínútur á ferð og meðalhraðinn því um 114 km/klst. Síðasta sumar fóru bílablaðamenn Edmunds.com þessa sömu leið á samskonar bíl á 67 klukkustundum og 21 mínútu og því var metið bætt nú um sjö og hálfa klukkustund. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent
Margir bílkaupendur þora ekki að kaupa rafmagnsbíla vegna drægni þeirra. Þeir óttast að komast ekki á milli lengri áfangastaða. Tesla vill eyða þessum ótta og hefur í því skyni ekið Tesla Model S bílum margar lengri leiðir og það á merkilega skömmum tíma. Nýjasta dæmið er akstur milli stranda Bandaríkjanna í síðustu viku sem ekki tók nema 58 klukkustundir og 55 mínútur. Á þeim tíma voru farnir 4.845 kílómetrar milli borganna Los Angeles og New York. Á þessum tíma þurfti að sjálfsögðu að hlaða bílinn rafmagni mörgum sinnum en Tesla hefur sett upp hraðhleðslustöðvanet sem tryggir að þetta er hægt. Ef deilt er í vegalengdina með þeim tíma sem aksturinn tók sést að meðalhraði bílsins var 82,25 km/klst. Eitthvað hafa þó ökumenn bílsins farið hraðar á stundum, ef tekið er tillit til þess að inní heildartímanum eru þau stopp sem nauðsynleg voru til hleðslu bílsins. Sá tími sem bíllinn stóð kyrr til hleðslu var samtals 16 klukkutímar og 31 mínúta. Því var bíllinn aðeins 42 klukkutíma og 24 mínútur á ferð og meðalhraðinn því um 114 km/klst. Síðasta sumar fóru bílablaðamenn Edmunds.com þessa sömu leið á samskonar bíl á 67 klukkustundum og 21 mínútu og því var metið bætt nú um sjö og hálfa klukkustund.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent