Vissu að von var á skjálftanum í Nepal Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 26. apríl 2015 17:45 Óttast er að um 4500 manns hafi látist í skjálftanum. Vísir/AP Sérfræðingar vissu að von var á jarðskjálftanum í Nepal en fyrir viku komu fimmtíu jarðskjálftafræðingar til Katmandú í Nepal til þess að komast að því hvernig best væri að undirbúa hið þéttbyggða svæði þar sem húsin eru illa byggð undir hinn stóra skjálfta. Skjálftinn varð á laugardag og er tala látinna komin yfir 2500 manns. Hann var 7,9 að stærð og upptök hans voru um 80 kilómetra austur af borginni Pokhara á um tveggja kílómetra dýpi. Samkvæmt Huffington Post vissu sérfræðingarnir að skjálftans var að vænta og vissu að þeir urðu að hafa skjótar hendur en höfðu ekki hugmynd um hversu stutt var í hann. „Þetta var martröð sem við biðum eftir,“ sagði jarðskjálftafræðingurinn James Jackson sem starfar hjá Háskólanum í Cambridge Englandi. „Jarðfræðilega og samkvæmt lögmálum náttúrunnar gerðist nákvæmlega það sem við bjuggumst við að myndi gerast.“ En líkt og áður kom fram bjóst hann ekki við að skjálftinn myndi ríða yfir svo fljótt. Sjá einnig: Um milljón nepalskra barna þarf brýna neyðaraðstoð Í raun hefur verið óttast lengi um skjálfta í Katmandú, ekki aðeins vegna lögmála náttúrunnar heldur einnig vegna ástandsins á svæðinu. Sama stærð af skjálfta getur haft gríðarlega mismunandi áhrif á mismunandi stöðum í heiminum. Þessi sama stærðargráða af skjálfta hefði samkvæmt greiningu Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna valdið dauða tíu til þrjátíu manna á hverja milljón íbúa í Kaliforníu en þúsund manns á hverja milljón hjá Nepal. Talan nær allt að tíu þúsund manns í Indlandi, Íran og Kína. Jackson segir þannig að þrátt fyrir að jarðskjálftar verði af náttúrunnar völdum séu afleiðingarnar manngerðar. „Það eru byggingarnar sem drepa fólk, ekki jarðskjálftarnir,“ útskýrir hann. „Vandamálið í Asíu er að fólk hefur safnast saman á hættulegum stöðum.“ Hópur sem skoðar hætturnar víðsvegar um heiminn af jarðskjálftum hafði uppfært skýrslu um hætturnar í Katmandú þann 12. apríl síðastliðinn. „Með árlega fólksfjölgun um 6,5 prósent og með þéttbyggðasta borgarsvæði í heiminum býr fólksfjöldinn í Katmandú við alvarlega og vaxandi jarðskjálftahættu,“ segir í skýrslunni. Um 1,5 milljón búa í Katmandú-dal. Það var því ljóst að afleiðingarnar yrðu jafnhörmulegar og raun ber vitni en samkvæmt forsvarsmanni fyrrnefnds hóps, Hari Ghi, var vandamálið svo stórt að yfirvöld vissu ekki hvar skyldi byrja. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32 Óttast að allt að 4.500 manns hafi farist í skjálftanum Björgunaraðgerðir í Nepal munu taka marga daga. 25. apríl 2015 23:08 Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41 Um milljón nepalskra barna þarf á brýnni neyðaraðstoð Starfsfólk UNICEF í Nepal greinir frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. 26. apríl 2015 17:20 Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Sérfræðingar vissu að von var á jarðskjálftanum í Nepal en fyrir viku komu fimmtíu jarðskjálftafræðingar til Katmandú í Nepal til þess að komast að því hvernig best væri að undirbúa hið þéttbyggða svæði þar sem húsin eru illa byggð undir hinn stóra skjálfta. Skjálftinn varð á laugardag og er tala látinna komin yfir 2500 manns. Hann var 7,9 að stærð og upptök hans voru um 80 kilómetra austur af borginni Pokhara á um tveggja kílómetra dýpi. Samkvæmt Huffington Post vissu sérfræðingarnir að skjálftans var að vænta og vissu að þeir urðu að hafa skjótar hendur en höfðu ekki hugmynd um hversu stutt var í hann. „Þetta var martröð sem við biðum eftir,“ sagði jarðskjálftafræðingurinn James Jackson sem starfar hjá Háskólanum í Cambridge Englandi. „Jarðfræðilega og samkvæmt lögmálum náttúrunnar gerðist nákvæmlega það sem við bjuggumst við að myndi gerast.“ En líkt og áður kom fram bjóst hann ekki við að skjálftinn myndi ríða yfir svo fljótt. Sjá einnig: Um milljón nepalskra barna þarf brýna neyðaraðstoð Í raun hefur verið óttast lengi um skjálfta í Katmandú, ekki aðeins vegna lögmála náttúrunnar heldur einnig vegna ástandsins á svæðinu. Sama stærð af skjálfta getur haft gríðarlega mismunandi áhrif á mismunandi stöðum í heiminum. Þessi sama stærðargráða af skjálfta hefði samkvæmt greiningu Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna valdið dauða tíu til þrjátíu manna á hverja milljón íbúa í Kaliforníu en þúsund manns á hverja milljón hjá Nepal. Talan nær allt að tíu þúsund manns í Indlandi, Íran og Kína. Jackson segir þannig að þrátt fyrir að jarðskjálftar verði af náttúrunnar völdum séu afleiðingarnar manngerðar. „Það eru byggingarnar sem drepa fólk, ekki jarðskjálftarnir,“ útskýrir hann. „Vandamálið í Asíu er að fólk hefur safnast saman á hættulegum stöðum.“ Hópur sem skoðar hætturnar víðsvegar um heiminn af jarðskjálftum hafði uppfært skýrslu um hætturnar í Katmandú þann 12. apríl síðastliðinn. „Með árlega fólksfjölgun um 6,5 prósent og með þéttbyggðasta borgarsvæði í heiminum býr fólksfjöldinn í Katmandú við alvarlega og vaxandi jarðskjálftahættu,“ segir í skýrslunni. Um 1,5 milljón búa í Katmandú-dal. Það var því ljóst að afleiðingarnar yrðu jafnhörmulegar og raun ber vitni en samkvæmt forsvarsmanni fyrrnefnds hóps, Hari Ghi, var vandamálið svo stórt að yfirvöld vissu ekki hvar skyldi byrja.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32 Óttast að allt að 4.500 manns hafi farist í skjálftanum Björgunaraðgerðir í Nepal munu taka marga daga. 25. apríl 2015 23:08 Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06 Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41 Um milljón nepalskra barna þarf á brýnni neyðaraðstoð Starfsfólk UNICEF í Nepal greinir frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. 26. apríl 2015 17:20 Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32
Óttast að allt að 4.500 manns hafi farist í skjálftanum Björgunaraðgerðir í Nepal munu taka marga daga. 25. apríl 2015 23:08
Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur "Hugur okkar og samúð séu hjá fjölskyldum þeirra sem létu lífið,“ segir í kveðju til Nepal. 26. apríl 2015 15:06
Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19
Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12
Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest AFP hefur birt myndir frá grunnbúðum Everest-fjalls. 26. apríl 2015 17:41
Um milljón nepalskra barna þarf á brýnni neyðaraðstoð Starfsfólk UNICEF í Nepal greinir frá því að vatns- og matarbirgðir séu víða af skornum skammti, rafmagns- og farsímakerfi liggi einnig niðri á mörgum svæðum. 26. apríl 2015 17:20
Tala látinna nálgast 2.000: Björgunarteymi streyma til Nepal Nepölsk stjórnvöld óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins. Neyðarástandi lýst yfir á þeim svæðum sem urðu verst úti. 26. apríl 2015 09:20