Börnin skelkuð en heil á húfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. apríl 2015 20:30 Margrét er hér með dóttur hjónanna sem sjá um börnin á heimilinu í fanginu sem þau nefndu eftir henni. Mynd/Margrét Ingadóttir Margrét Ingadóttir, sem rekur heimili fyrir munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal, segir að það hafi verið afar erfitt að ná ekki sambandi við heimilið eftir að gríðaröflugur jarðskjálfti reið yfir landið í dag. Rafmagnslaust og símabandslaust varð víða í Nepal í kjölfar skjálftans og segir Margrét að það hafi líklega liðið um fjórir tímar frá því skjálftinn reið yfir og þar til hún náði í Baal, sem er pabbinn á heimilinu. „Börnin voru öll heima því það er laugardagur og enginn skóli. Við erum með 12 börn á okkar framfæri, svo eiga hjónin sem sjá um þau tvö börn og svo var systir konunnar einnig í húsinu. Þau hlupu öll út þegar jarðskjálftinn reið yfir en við erum heppin með að húsið okkar er nokkuð gott og það þoldi skjálftann,“ segir Margrét í samtali við Vísi.Sjá einnig: Með ellefu börn á framfæri: Kaupi frekar grjón en merkjavöru Hún segir þau ekki þora að vera í húsinu en eru búin að slá upp tjaldi á grasbletti skammt frá og dvelja þar núna. „Börnin eru skiljanlega skelkuð og þora ekki að vera í húsinu. Það hafa komið margir snarpir eftirskjálftar og fólk óttast að það komi annar stór skjálfti.“Frá útilegu sem börnin á heimilinu fóru í seinasta haust.Mynd/Margrét IngadóttirFer til Nepal í næstu viku Margrét segir að börnin og fjölskyldan sem sér um þau séu með nægar birgðir af vatni og mat og það sé að vissu leyti heppilegt að heimilið sé í úthverfi borgarinnar. „Þetta er nokkuð dreifbýlt svæði og það eru því ekki mörg hús þarna í kring. Ég er þó ekki viss um hvernig byggingum í næsta nágrenni hefur reitt af. Ég sá til dæmis myndir úr matvörubúð sem er í svona fjögurra kílómetra fjarlægð frá heimilinu og þar var allt í rúst.“ Margrét býr og starfar í Sádi Arabíu en hún hyggst fljúga út til Nepal í fyrri hluta næstu viku. „Það á í raun eftir að koma í ljós hvort að það sé allt í standi með húsið, kannski hafa orðið einhverjar skemmdir, svo það þarf að kanna það. Svo langar mig auðvitað bara að fara og vera með börnunum og fjölskyldunni.“Styrktarreikningur: Þeir sem vilja vita meira um heimilið sem Margrét og félagar reka geta fundið upplýsingar á Facebook-síðu þeirra. Hægt er að styrkja heimilið með fjárframlögum. Reikningsnúmerið er: 526-26-6313 og kennitala: 631013-0310. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32 SOS Barnaþorp senda neyðaraðstoð í kjölfar skjálfta Senda að lágmarki tvær milljónir króna til neyðaraðstoðar í Nepal. 25. apríl 2015 14:16 Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19 Tugir þúsunda á vergangi í Nepal Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að 1500 manns hafi farist í skjálftanum en óttast er að tala látinna eigi enn eftir að hækka. 25. apríl 2015 10:03 Hefja neyðarsöfnun vegna skjálftans í Nepal Rauði krossinn á Íslandi hyggst leggja fimm milljónir króna til hjálparstarfsins í Nepal í kjölfar jarðskjálftans sem varð þar í dag. 25. apríl 2015 18:12 Hópur íslenskra ungmenna í Nepal óhultur "Þau voru að hafa samband í gegnum Facebook og þau eru nú óhult á hóteli í Pokhara,“ segir Hjörtur Smárason, faðir annars drengjanna. 25. apríl 2015 11:57 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Margrét Ingadóttir, sem rekur heimili fyrir munaðarlaus börn í Katmandú í Nepal, segir að það hafi verið afar erfitt að ná ekki sambandi við heimilið eftir að gríðaröflugur jarðskjálfti reið yfir landið í dag. Rafmagnslaust og símabandslaust varð víða í Nepal í kjölfar skjálftans og segir Margrét að það hafi líklega liðið um fjórir tímar frá því skjálftinn reið yfir og þar til hún náði í Baal, sem er pabbinn á heimilinu. „Börnin voru öll heima því það er laugardagur og enginn skóli. Við erum með 12 börn á okkar framfæri, svo eiga hjónin sem sjá um þau tvö börn og svo var systir konunnar einnig í húsinu. Þau hlupu öll út þegar jarðskjálftinn reið yfir en við erum heppin með að húsið okkar er nokkuð gott og það þoldi skjálftann,“ segir Margrét í samtali við Vísi.Sjá einnig: Með ellefu börn á framfæri: Kaupi frekar grjón en merkjavöru Hún segir þau ekki þora að vera í húsinu en eru búin að slá upp tjaldi á grasbletti skammt frá og dvelja þar núna. „Börnin eru skiljanlega skelkuð og þora ekki að vera í húsinu. Það hafa komið margir snarpir eftirskjálftar og fólk óttast að það komi annar stór skjálfti.“Frá útilegu sem börnin á heimilinu fóru í seinasta haust.Mynd/Margrét IngadóttirFer til Nepal í næstu viku Margrét segir að börnin og fjölskyldan sem sér um þau séu með nægar birgðir af vatni og mat og það sé að vissu leyti heppilegt að heimilið sé í úthverfi borgarinnar. „Þetta er nokkuð dreifbýlt svæði og það eru því ekki mörg hús þarna í kring. Ég er þó ekki viss um hvernig byggingum í næsta nágrenni hefur reitt af. Ég sá til dæmis myndir úr matvörubúð sem er í svona fjögurra kílómetra fjarlægð frá heimilinu og þar var allt í rúst.“ Margrét býr og starfar í Sádi Arabíu en hún hyggst fljúga út til Nepal í fyrri hluta næstu viku. „Það á í raun eftir að koma í ljós hvort að það sé allt í standi með húsið, kannski hafa orðið einhverjar skemmdir, svo það þarf að kanna það. Svo langar mig auðvitað bara að fara og vera með börnunum og fjölskyldunni.“Styrktarreikningur: Þeir sem vilja vita meira um heimilið sem Margrét og félagar reka geta fundið upplýsingar á Facebook-síðu þeirra. Hægt er að styrkja heimilið með fjárframlögum. Reikningsnúmerið er: 526-26-6313 og kennitala: 631013-0310.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32 SOS Barnaþorp senda neyðaraðstoð í kjölfar skjálfta Senda að lágmarki tvær milljónir króna til neyðaraðstoðar í Nepal. 25. apríl 2015 14:16 Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19 Tugir þúsunda á vergangi í Nepal Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að 1500 manns hafi farist í skjálftanum en óttast er að tala látinna eigi enn eftir að hækka. 25. apríl 2015 10:03 Hefja neyðarsöfnun vegna skjálftans í Nepal Rauði krossinn á Íslandi hyggst leggja fimm milljónir króna til hjálparstarfsins í Nepal í kjölfar jarðskjálftans sem varð þar í dag. 25. apríl 2015 18:12 Hópur íslenskra ungmenna í Nepal óhultur "Þau voru að hafa samband í gegnum Facebook og þau eru nú óhult á hóteli í Pokhara,“ segir Hjörtur Smárason, faðir annars drengjanna. 25. apríl 2015 11:57 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
UNICEF óttast um afdrif barna í Nepal UNICEF á Íslandi biðlar til almennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans. 25. apríl 2015 18:32
SOS Barnaþorp senda neyðaraðstoð í kjölfar skjálfta Senda að lágmarki tvær milljónir króna til neyðaraðstoðar í Nepal. 25. apríl 2015 14:16
Öflugur skjálfti í Nepal: Vilborg og Ingólfur óhult Fregnir hafa borist um miklum skemmdum og einhverjum meiðslum á fólki. 25. apríl 2015 09:19
Tugir þúsunda á vergangi í Nepal Yfirvöld í Nepal hafa staðfest að 1500 manns hafi farist í skjálftanum en óttast er að tala látinna eigi enn eftir að hækka. 25. apríl 2015 10:03
Hefja neyðarsöfnun vegna skjálftans í Nepal Rauði krossinn á Íslandi hyggst leggja fimm milljónir króna til hjálparstarfsins í Nepal í kjölfar jarðskjálftans sem varð þar í dag. 25. apríl 2015 18:12
Hópur íslenskra ungmenna í Nepal óhultur "Þau voru að hafa samband í gegnum Facebook og þau eru nú óhult á hóteli í Pokhara,“ segir Hjörtur Smárason, faðir annars drengjanna. 25. apríl 2015 11:57