Handbolti

Níu marka sigur Kolding

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron og félagar eiga enn möguleika á að verja danska meistaratitilinn sem liðið vann í fyrra.
Aron og félagar eiga enn möguleika á að verja danska meistaratitilinn sem liðið vann í fyrra. vísir/daníel
Lærisveinar Arons Kristjánssonar í KIF Kolding Kobenhavn unnu öruggan sigur á Team Tvis Holstebro, 33-24, í úrslitakeppninni í danska handboltanum í dag.

Kolding var þegar búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum en það kemur í ljós á morgun hvort Bjerringbro/Silkeborg eða Álaborg verða mótherjar þeirra undanúrslitunum.

Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 14-12, Kolding í vil. Seinni hálfleikurinn var hins vegar eign meistaranna sem tóku þá öll völd á vellinum. Þeir unnu að lokum níu marka sigur, 33-24.

Kasper Irming Andersen var markahæstur í liði Kolding með sex mörk en Torsten Laen kom næstur með fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×