Mitsubishi skilar loks hagnaði Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2015 16:23 Þrír tilraunabílar Mitsubishi sem fyrirtækið hefur sýnt að undanförnu á bílasýningum. Eftir 7 ára taprekstur bíladeildar Mitsubishi skilaði hún loks hagnaði á síðasta fjárlagaári, sem endaði 31. mars. Sala bíla Mitsubishi um allan heim jókst um 13% á árinu, en um 21% í Bandaríkjunum. Hagnaður Mitsubishi var 1,2 milljarðar dollara, eða 163 milljarða króna en spáð er nokkru minni hagnaði fyrir þetta ár, eða 141milljörðum króna sökum minni sölu í Rússlandi og Tailandi og fallandi gengi evrunnar gangvart japanska yeninu. Mitsubishi gengur best um þessar mundir að selja bíla í SA-Asíu og Bandaríkjunum og áherslan verður áfram á þá markaði með aukinn framleiðslu í verksmiðjum Mitsubishi á þessum svæðum. Heildarsala Mitsubishi bíla á síðasta fjárlagaári var 1,1 milljón og í spám Mitsubishi er aðeins gert ráð fyrir 1% aukningu í ár vegna erfiðleika á ýmsum mörkuðum, en þó gerir Mitsubishi ráð fyrir að auka söluna um 9,4 í Bandaríkjunum% og selja þar 128.000 bíla. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent
Eftir 7 ára taprekstur bíladeildar Mitsubishi skilaði hún loks hagnaði á síðasta fjárlagaári, sem endaði 31. mars. Sala bíla Mitsubishi um allan heim jókst um 13% á árinu, en um 21% í Bandaríkjunum. Hagnaður Mitsubishi var 1,2 milljarðar dollara, eða 163 milljarða króna en spáð er nokkru minni hagnaði fyrir þetta ár, eða 141milljörðum króna sökum minni sölu í Rússlandi og Tailandi og fallandi gengi evrunnar gangvart japanska yeninu. Mitsubishi gengur best um þessar mundir að selja bíla í SA-Asíu og Bandaríkjunum og áherslan verður áfram á þá markaði með aukinn framleiðslu í verksmiðjum Mitsubishi á þessum svæðum. Heildarsala Mitsubishi bíla á síðasta fjárlagaári var 1,1 milljón og í spám Mitsubishi er aðeins gert ráð fyrir 1% aukningu í ár vegna erfiðleika á ýmsum mörkuðum, en þó gerir Mitsubishi ráð fyrir að auka söluna um 9,4 í Bandaríkjunum% og selja þar 128.000 bíla.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent