„Það þýðir ekkert að væla, þið eruð ekki í Reykjavík“ Tinni Sveinsson skrifar 24. apríl 2015 14:30 Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast hinir viðkunnanlegu félagar Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland í sextán þáttum með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum. Þeir eru búnir að flakka víða um land og eru nú komnir á Austurland. Ferðalagið austur gengur vel en þeir koma meðal annars við hjá Douglas Dakota-vélinni á Sólheimasandi. Þar hitta þeir hóp ferðamanna frá Bandaríkjunum og reyna að fá þá með sér í partí. Brynjólfur lætur gamminn geysa en hnéskelin hrekkur úr lið þegar hann stekkur úr vélinni þannig að hann þarf að vera á hækjum allt ferðalagið. „Þetta kom reyndar ekki að sök. Helsta leynivopn Binna er nefninlega vélbyssukjafturinn á honum þannig að hann gat alveg skilað sínu þó hnéið væri í rúst,“ segir Davíð. Ferðinni er síðan heitið til Eskifjarðar þar sem Sævar í Randolfshúsi tekur á móti þeim með staupi af Brennivíni. Strákarnir vita ekki alveg hvaðan á þá stendur veðrið þegar Sævar sýnir þeim hundrað ára gamlar vistarverur og segir að þar eigi þeir að gista um kvöldið. „Það þýðir ekkert að væla, þið eru ekki í Reykjavík,“ segir hann í gríni. Strákarnir fara síðan í misheppnaða leit að hreindýrum, renna sér í Oddsskarði, og fá síðan fínasta bústað á Mjóeyri til að koma sér fyrir í. Þeir enda að sjálfsögðu þáttinn á því að rífa sig úr fötunum og fara í heita pottinn. Þetta þykir þeim ekki leiðinlegt, eins og áhorfendur Illa farnir eru eflaust farnir að átta sig á.Þetta er þrettándi þáttur af Illa farnir. Alls verða þættirnir sextán talsins, fjórir frá hverjum landshluta Illa farnir Video-kassi-lfid Tengdar fréttir Illa farnir mættir á Austurland Enn halda Davíð og Arnar áfram að ferðast um landið. 22. apríl 2015 15:57 Enduðu daginn á blysför til Ísafjarðar Strákarnir í Illa farnir renna sér í púðrinu á Ísafirði og spreyta sig í keppni á gönguskíðum. 13. mars 2015 13:00 Létu illum látum í lægðinni í Reykjavík „Við ákváðum að finna skemmtilega leið til að eyða tveimur dögum í Reykjavík. Þetta endaði á því að verða blautur þáttur, eins og þeir eiga að vera,“ segir Davíð. 19. mars 2015 18:45 Epísk ferð til Ibiza-fjarðar endar í „bromance“ Strákarnir eru í miklu stuði í þessum þætti af Illa farnir. Enda er stefnan sett á Ibiza-fjörð, eins og þeir kalla Ísafjörð. 26. febrúar 2015 15:00 Velti sleðanum og fór úr axlarlið Strákarnir í Illa farnir eru staddir á Sauðárkróki og skella sér á vélsleða. Það reyndar gengur ekki betur en svo að Davíð veltir sínum sleða og fer úr axlarlið. 9. febrúar 2015 10:30 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Sjá meira
Í ferðaþáttunum Illa farnir ferðast hinir viðkunnanlegu félagar Davíð Arnar, Arnar Þór og Brynjólfur um Ísland í sextán þáttum með það að markmiði að kynnast landinu og lenda í ævintýrum. Þeir eru búnir að flakka víða um land og eru nú komnir á Austurland. Ferðalagið austur gengur vel en þeir koma meðal annars við hjá Douglas Dakota-vélinni á Sólheimasandi. Þar hitta þeir hóp ferðamanna frá Bandaríkjunum og reyna að fá þá með sér í partí. Brynjólfur lætur gamminn geysa en hnéskelin hrekkur úr lið þegar hann stekkur úr vélinni þannig að hann þarf að vera á hækjum allt ferðalagið. „Þetta kom reyndar ekki að sök. Helsta leynivopn Binna er nefninlega vélbyssukjafturinn á honum þannig að hann gat alveg skilað sínu þó hnéið væri í rúst,“ segir Davíð. Ferðinni er síðan heitið til Eskifjarðar þar sem Sævar í Randolfshúsi tekur á móti þeim með staupi af Brennivíni. Strákarnir vita ekki alveg hvaðan á þá stendur veðrið þegar Sævar sýnir þeim hundrað ára gamlar vistarverur og segir að þar eigi þeir að gista um kvöldið. „Það þýðir ekkert að væla, þið eru ekki í Reykjavík,“ segir hann í gríni. Strákarnir fara síðan í misheppnaða leit að hreindýrum, renna sér í Oddsskarði, og fá síðan fínasta bústað á Mjóeyri til að koma sér fyrir í. Þeir enda að sjálfsögðu þáttinn á því að rífa sig úr fötunum og fara í heita pottinn. Þetta þykir þeim ekki leiðinlegt, eins og áhorfendur Illa farnir eru eflaust farnir að átta sig á.Þetta er þrettándi þáttur af Illa farnir. Alls verða þættirnir sextán talsins, fjórir frá hverjum landshluta
Illa farnir Video-kassi-lfid Tengdar fréttir Illa farnir mættir á Austurland Enn halda Davíð og Arnar áfram að ferðast um landið. 22. apríl 2015 15:57 Enduðu daginn á blysför til Ísafjarðar Strákarnir í Illa farnir renna sér í púðrinu á Ísafirði og spreyta sig í keppni á gönguskíðum. 13. mars 2015 13:00 Létu illum látum í lægðinni í Reykjavík „Við ákváðum að finna skemmtilega leið til að eyða tveimur dögum í Reykjavík. Þetta endaði á því að verða blautur þáttur, eins og þeir eiga að vera,“ segir Davíð. 19. mars 2015 18:45 Epísk ferð til Ibiza-fjarðar endar í „bromance“ Strákarnir eru í miklu stuði í þessum þætti af Illa farnir. Enda er stefnan sett á Ibiza-fjörð, eins og þeir kalla Ísafjörð. 26. febrúar 2015 15:00 Velti sleðanum og fór úr axlarlið Strákarnir í Illa farnir eru staddir á Sauðárkróki og skella sér á vélsleða. Það reyndar gengur ekki betur en svo að Davíð veltir sínum sleða og fer úr axlarlið. 9. febrúar 2015 10:30 Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Sjá meira
Illa farnir mættir á Austurland Enn halda Davíð og Arnar áfram að ferðast um landið. 22. apríl 2015 15:57
Enduðu daginn á blysför til Ísafjarðar Strákarnir í Illa farnir renna sér í púðrinu á Ísafirði og spreyta sig í keppni á gönguskíðum. 13. mars 2015 13:00
Létu illum látum í lægðinni í Reykjavík „Við ákváðum að finna skemmtilega leið til að eyða tveimur dögum í Reykjavík. Þetta endaði á því að verða blautur þáttur, eins og þeir eiga að vera,“ segir Davíð. 19. mars 2015 18:45
Epísk ferð til Ibiza-fjarðar endar í „bromance“ Strákarnir eru í miklu stuði í þessum þætti af Illa farnir. Enda er stefnan sett á Ibiza-fjörð, eins og þeir kalla Ísafjörð. 26. febrúar 2015 15:00
Velti sleðanum og fór úr axlarlið Strákarnir í Illa farnir eru staddir á Sauðárkróki og skella sér á vélsleða. Það reyndar gengur ekki betur en svo að Davíð veltir sínum sleða og fer úr axlarlið. 9. febrúar 2015 10:30