Sigldi á björgunarskipið Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2015 08:45 Komið með eftirlifenduna að landi. Vísir/AFP Nú virðist komið í ljós að skipstjóri flóttamannabátsins sem fórst á Miðjarðarhafi á sunnudag með þeim afleiðingum að rúmlega átta hundruð fórust, sigldi á portúgalska björgunarskipið sem komið var á svæðið til að aðstoða flóttafólkið. Saksóknarar á Ítalíu fullyrða þetta eftir samtöl við vitni en skipstjórinn er nú í haldi, sakaður um manndráp af gáleysi.Sjá einnig: Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Sameinuðu þjóðirnar segja að skipsskaðinn sé sá mannskæðasti á Miðjarðarhafi í sögunni og ástandið á hafinu í ár er mun alvarlegra en í fyrra. Talið er að rúmlega átta hundruð flóttamenn hafi farist með skipinu, en alls telja Sameinuðu þjóðirnar að um 1.300 hafi látið lífið á Miðjarðarhafinu í apríl.Mohammed Ali Malek og Mahmud Bikhit, en þeir tóku þátt í að reyna að smygla fólkinu til Evrópu.Vísir/AFPUm þrjátíu sinnum fleiri hafa nú látið lífið miðað við sama tíma í fyrra og miðað við það má reikna með að allt að þrjátíu þúsund manns drukkni í hafinu á árinu, verði ekki gripið til aðgerða. Á síðustu tveimur vikum hefur meira en tíu þúsund flóttamönnum verið bjargað af fleyjum sem sum hver vart fljóta, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hinn 27 ára gamli Mohammed Alì Malek, er talinn hafa verið við stjórnvölin á fiskiskipinu þegar slysið varð. Hann var meðal þeirra 28 sem komu lífs af ásamt öðrum smyglara. Einungis karlmenn og ungir menn á táningsaldri lifðu slysið af. Í stað þess að leggja að hlið portúgalska skipsins sem hafði komið þeim til bjargar sigldi Malek á það. Eftirlifendur segja að við það hafi fólk orðið hrætt og flestir hafi hlaupið yfir í aðra hlið skipsins. Við það hvolfdi skipinu mjög fljótt, en fjölmargir flóttamenn höfðu verið læstir á neðri þilförum skipsins. Helstu áherslur nýrrar áætlunar Evrópusambandsins er að handtaka æðstu smyglarana og eyðileggja skip þeirra. Enn sem komið er hafa yfirvöld í Ítalíu handtekið um þúsund smyglara en þeir eru flestir skipstjórar báta, en ekki yfirmenn í smyglhringjunum. Flóttamenn Tengdar fréttir Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51 Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Nú virðist komið í ljós að skipstjóri flóttamannabátsins sem fórst á Miðjarðarhafi á sunnudag með þeim afleiðingum að rúmlega átta hundruð fórust, sigldi á portúgalska björgunarskipið sem komið var á svæðið til að aðstoða flóttafólkið. Saksóknarar á Ítalíu fullyrða þetta eftir samtöl við vitni en skipstjórinn er nú í haldi, sakaður um manndráp af gáleysi.Sjá einnig: Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Sameinuðu þjóðirnar segja að skipsskaðinn sé sá mannskæðasti á Miðjarðarhafi í sögunni og ástandið á hafinu í ár er mun alvarlegra en í fyrra. Talið er að rúmlega átta hundruð flóttamenn hafi farist með skipinu, en alls telja Sameinuðu þjóðirnar að um 1.300 hafi látið lífið á Miðjarðarhafinu í apríl.Mohammed Ali Malek og Mahmud Bikhit, en þeir tóku þátt í að reyna að smygla fólkinu til Evrópu.Vísir/AFPUm þrjátíu sinnum fleiri hafa nú látið lífið miðað við sama tíma í fyrra og miðað við það má reikna með að allt að þrjátíu þúsund manns drukkni í hafinu á árinu, verði ekki gripið til aðgerða. Á síðustu tveimur vikum hefur meira en tíu þúsund flóttamönnum verið bjargað af fleyjum sem sum hver vart fljóta, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hinn 27 ára gamli Mohammed Alì Malek, er talinn hafa verið við stjórnvölin á fiskiskipinu þegar slysið varð. Hann var meðal þeirra 28 sem komu lífs af ásamt öðrum smyglara. Einungis karlmenn og ungir menn á táningsaldri lifðu slysið af. Í stað þess að leggja að hlið portúgalska skipsins sem hafði komið þeim til bjargar sigldi Malek á það. Eftirlifendur segja að við það hafi fólk orðið hrætt og flestir hafi hlaupið yfir í aðra hlið skipsins. Við það hvolfdi skipinu mjög fljótt, en fjölmargir flóttamenn höfðu verið læstir á neðri þilförum skipsins. Helstu áherslur nýrrar áætlunar Evrópusambandsins er að handtaka æðstu smyglarana og eyðileggja skip þeirra. Enn sem komið er hafa yfirvöld í Ítalíu handtekið um þúsund smyglara en þeir eru flestir skipstjórar báta, en ekki yfirmenn í smyglhringjunum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51 Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51
Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03
Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00
Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32