Sena hefur skoðað að fá Drake til landsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. apríl 2015 08:00 Ísleifur Þórhallsson hjá Senu segir að Sena hafi skoðað að fá kanadíska rapparann Drake til landsins en fyrirtækið er með mörg net úti hverju sinni. Þetta kom fram í viðtali við Ísleif í Klinkinu í beinni útsendingu í Íslandi í dag í gærkvöldi. Sena stóð fyrir tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í fyrra sem eru einir stærstu tónleikar Íslandssögunnar í fjárhæðum og umfangi. Fyrirtækið leggst í ítarlegar rannsóknir þegar metið er hvort það borgi sig að flytja inn erlendar stórstjörnur til landsins. Til dæmis með því skoða hlustun í útvarpi, spilun á Spotify og vinsældir á YouTube innanlands. Kanadíski rapparinn Drake jafnaði í mars sl. met Bítlanna frá 1964 yfir flest lög á vinsældalista Billboard í einu. Drake átti þá fjórtán af hundrað vinsælustu lögunum á Hot 100-lista Billboard. Vinsældir kanadíska rapparans Drake eru orðnar sögulegar eftir metið sem hann sló í mars. Þá þykir hann góð fyrirmynd.Gæti Drake fyllt Kórinn eins og Justin Timberlake? „Nei, ég held ekki en hann er mjög stór og við höfum skoðað það.“Þið hafið skoðað að fá Drake? „Já, við höfum skoðað það eins og margt annað. Ég held að hann myndi ekki selja alveg jafn mikið og Justin Timberlake en hann vill fá það sama borgað. Og það er kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki búnir að tilkynna aðra tónleika í ár. Við erum ekki tilbúnir að borga það sem listamennirnir þurfa og við erum duglegir að segja nei. Við lítum á það sem okkar helsta styrk að fara ekki af stað nema við séum alveg vissir að þetta gangi.“ Fram kom í Klinkinu að glugginn til að fá stórstjörnu til landsins síðsumars væri að lokast ef það ætti að takast að skapa nægilega mikla stemmningu fyrir slíkum tónleikum. Ísleifur sagði að Sena væri fremur vera að horfa til haustsins í því sambandi en Pharrell hefur verið sterklega orðaður við tónleika á Íslandi í haust. Sjá má viðtalið við Ísleif hér eða í meðfylgjandi myndskeiði. Hægt er að kynna sér Drake nánar á YouTube-rás hans.#Klinkið Klinkið Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Ísleifur Þórhallsson hjá Senu segir að Sena hafi skoðað að fá kanadíska rapparann Drake til landsins en fyrirtækið er með mörg net úti hverju sinni. Þetta kom fram í viðtali við Ísleif í Klinkinu í beinni útsendingu í Íslandi í dag í gærkvöldi. Sena stóð fyrir tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í fyrra sem eru einir stærstu tónleikar Íslandssögunnar í fjárhæðum og umfangi. Fyrirtækið leggst í ítarlegar rannsóknir þegar metið er hvort það borgi sig að flytja inn erlendar stórstjörnur til landsins. Til dæmis með því skoða hlustun í útvarpi, spilun á Spotify og vinsældir á YouTube innanlands. Kanadíski rapparinn Drake jafnaði í mars sl. met Bítlanna frá 1964 yfir flest lög á vinsældalista Billboard í einu. Drake átti þá fjórtán af hundrað vinsælustu lögunum á Hot 100-lista Billboard. Vinsældir kanadíska rapparans Drake eru orðnar sögulegar eftir metið sem hann sló í mars. Þá þykir hann góð fyrirmynd.Gæti Drake fyllt Kórinn eins og Justin Timberlake? „Nei, ég held ekki en hann er mjög stór og við höfum skoðað það.“Þið hafið skoðað að fá Drake? „Já, við höfum skoðað það eins og margt annað. Ég held að hann myndi ekki selja alveg jafn mikið og Justin Timberlake en hann vill fá það sama borgað. Og það er kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki búnir að tilkynna aðra tónleika í ár. Við erum ekki tilbúnir að borga það sem listamennirnir þurfa og við erum duglegir að segja nei. Við lítum á það sem okkar helsta styrk að fara ekki af stað nema við séum alveg vissir að þetta gangi.“ Fram kom í Klinkinu að glugginn til að fá stórstjörnu til landsins síðsumars væri að lokast ef það ætti að takast að skapa nægilega mikla stemmningu fyrir slíkum tónleikum. Ísleifur sagði að Sena væri fremur vera að horfa til haustsins í því sambandi en Pharrell hefur verið sterklega orðaður við tónleika á Íslandi í haust. Sjá má viðtalið við Ísleif hér eða í meðfylgjandi myndskeiði. Hægt er að kynna sér Drake nánar á YouTube-rás hans.#Klinkið
Klinkið Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira