Rambaði á fornleifar undan ströndum Mexíkó Bjarki Ármannsson skrifar 21. apríl 2015 19:17 "Mér finnst þetta vera eitt það áhugaverðasta sem ég hef lent í,“ segir Arnar Steinn. Myndir/Arnar Steinn Pálsson „Mér finnst þetta vera eitt það áhugaverðasta sem ég hef lent í,“ segir Arnar Steinn Pálsson, sem tók á dögunum óvart þátt í fornleifafundi í Mexíkó. Hann fann þá hluta úr um það bil fimm hundruð ára gömlu kari við það að kafa við eyjuna Isla de Sacrificios.Virtist vera fallegur steinn Karið er nú komið á safn í bænum Veracruz, en þar var Arnar staddur fyrir stuttu vegna brúðkaups bróður síns. „Við fjölskyldan, ásamt öðrum gestum, leigðum okkur bát einn daginn með skipstjóra,“ segir Arnar. „Bara svona lítinn skemmtiferðabát. Við ákváðum að fara í kringum Isla de Sacrificios og vorum á svona sandeyjum þar í kring.“ Arnar og félagar höfðu keypt sér sundgleraugu og stönsuðu á grynni til að kafa eftir einhverju skemmtilegu. Arnar segist hafa komið auga á það sem virtist vera óvenju fallegur steinn um leið og hann stakk sér út í. „Þegar ég kem upp úr sé ég að þetta er svona kúpt og hálfgrafið. Það leit út eins og eitthvað sem ég hafði séð á safni daginn áður. Það var svona „granada,“ málmkúla full af púðri.“ Arnar sýndi þetta innfæddum skipstjóranum, sem rak upp stór augu. „Ég skildi ekki alveg hvað hann var að segja,“ segir Arnar léttur. „En ég skildi samt að hann var rosa spenntur fyrir því að fara með þetta í land. Og hann sagði með góðum handahreyfingum: „Mucho, mucho dinero.““Gripurinn nýkominn úr sjónum.Mynd/Arnar Steinn PálssonHöfðinglegar móttökur á sjóminjasafni Á leið í land aftur skoðaði hann gripinn nánar. Eins og sést á myndunum með fréttinni er gripurinn eins og nokkurs konar brotin kúla með stút. Hann reyndist ekki úr málmi heldur leir, og þegar í land var komið ákváðu Arnar og mágur hans að leita að sjóminjasafninu sem þeir vissu að væri að finna í bænum. „Við löbbuðum bara með þetta þangað, löbbuðum að einhverjum vörðum og ætluðum bara að rétta þeim þetta,“ segir Arnar. „Við vildum bara gefa safninu þetta, okkur þótti ekki rétt að fara með þetta úr landi og ég hafði engan áhuga á að reyna að selja þetta eins og skipstjórinn lagði til. Maður veit ekkert hvernig í hvernig markaði maður þyrfti að gera það.“ Á þessum tímapunkti vissu þeir félagarnir ekki nákvæmlega hvernig grip þeir voru með í höndunum, eða hversu gamall hann væri. Arnar segir þá hafa grunað að safnið hefði áhuga á þessu en sjálfur hafi hann talið að gripurinn væri í mesta lagi um hundrað ára gamall. „Verðirnir sjá þetta , fara í smá „panic mode“ og hlaupa inn á stofnunina,“ segir hann. „Við fáum að fara þangað inn og vorum leiddir inn á skrifstofu safnstjórans á efstu hæð. Hann tekur á móti okkur, tekur í höndina á okkur báðum og þá kemur einmitt kona sem biður okkur vinsamlega um að rétta henni gripinn svo að hún geti sett hann strax í saltvatn.“Gæti ýtt af stað frekari leit Arnar og mágur hans voru beðnir um að sýna á korti hvar þeir hefðu fundið gripinn og gerðu þeir það eftir bestu getu. Síðan þakkaði starfsfólk safnsins þeim kærlega fyrir, þeir fengu sýningarferð um safnið og skildu eftir tölvupóstföng sín til að fá tilkynningar um það hvort og hvenær gripurinn færi á sýningu. „Þau útskýrðu að þetta væri semsagt olíukar og að þetta væri frá sextándu öld,“ segir Arnar. „Það merkilegasta við þetta er svo það að það fórust einhver skip þarna og þau grunar að það gæti fundist eitthvað meira á þessu svæði. Þannig að þetta gæti ýtt af stað frekari leit þarna.“ Að sögn Arnars er talið að flestir sem finni muni sem þessa við að kafa við eyjurnar fari ekki með það á safn, heldur reyni að selja það. Hann segir að honum hefði alls ekki þótt það rétt. „Þetta er eins og að finna einhverjar sögulegar minjar á Íslandi og ætla að selja þær,“ segir hann. „Mér myndi ekki líka sú taktík hjá ferðamönnum.“ Fornminjar Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
„Mér finnst þetta vera eitt það áhugaverðasta sem ég hef lent í,“ segir Arnar Steinn Pálsson, sem tók á dögunum óvart þátt í fornleifafundi í Mexíkó. Hann fann þá hluta úr um það bil fimm hundruð ára gömlu kari við það að kafa við eyjuna Isla de Sacrificios.Virtist vera fallegur steinn Karið er nú komið á safn í bænum Veracruz, en þar var Arnar staddur fyrir stuttu vegna brúðkaups bróður síns. „Við fjölskyldan, ásamt öðrum gestum, leigðum okkur bát einn daginn með skipstjóra,“ segir Arnar. „Bara svona lítinn skemmtiferðabát. Við ákváðum að fara í kringum Isla de Sacrificios og vorum á svona sandeyjum þar í kring.“ Arnar og félagar höfðu keypt sér sundgleraugu og stönsuðu á grynni til að kafa eftir einhverju skemmtilegu. Arnar segist hafa komið auga á það sem virtist vera óvenju fallegur steinn um leið og hann stakk sér út í. „Þegar ég kem upp úr sé ég að þetta er svona kúpt og hálfgrafið. Það leit út eins og eitthvað sem ég hafði séð á safni daginn áður. Það var svona „granada,“ málmkúla full af púðri.“ Arnar sýndi þetta innfæddum skipstjóranum, sem rak upp stór augu. „Ég skildi ekki alveg hvað hann var að segja,“ segir Arnar léttur. „En ég skildi samt að hann var rosa spenntur fyrir því að fara með þetta í land. Og hann sagði með góðum handahreyfingum: „Mucho, mucho dinero.““Gripurinn nýkominn úr sjónum.Mynd/Arnar Steinn PálssonHöfðinglegar móttökur á sjóminjasafni Á leið í land aftur skoðaði hann gripinn nánar. Eins og sést á myndunum með fréttinni er gripurinn eins og nokkurs konar brotin kúla með stút. Hann reyndist ekki úr málmi heldur leir, og þegar í land var komið ákváðu Arnar og mágur hans að leita að sjóminjasafninu sem þeir vissu að væri að finna í bænum. „Við löbbuðum bara með þetta þangað, löbbuðum að einhverjum vörðum og ætluðum bara að rétta þeim þetta,“ segir Arnar. „Við vildum bara gefa safninu þetta, okkur þótti ekki rétt að fara með þetta úr landi og ég hafði engan áhuga á að reyna að selja þetta eins og skipstjórinn lagði til. Maður veit ekkert hvernig í hvernig markaði maður þyrfti að gera það.“ Á þessum tímapunkti vissu þeir félagarnir ekki nákvæmlega hvernig grip þeir voru með í höndunum, eða hversu gamall hann væri. Arnar segir þá hafa grunað að safnið hefði áhuga á þessu en sjálfur hafi hann talið að gripurinn væri í mesta lagi um hundrað ára gamall. „Verðirnir sjá þetta , fara í smá „panic mode“ og hlaupa inn á stofnunina,“ segir hann. „Við fáum að fara þangað inn og vorum leiddir inn á skrifstofu safnstjórans á efstu hæð. Hann tekur á móti okkur, tekur í höndina á okkur báðum og þá kemur einmitt kona sem biður okkur vinsamlega um að rétta henni gripinn svo að hún geti sett hann strax í saltvatn.“Gæti ýtt af stað frekari leit Arnar og mágur hans voru beðnir um að sýna á korti hvar þeir hefðu fundið gripinn og gerðu þeir það eftir bestu getu. Síðan þakkaði starfsfólk safnsins þeim kærlega fyrir, þeir fengu sýningarferð um safnið og skildu eftir tölvupóstföng sín til að fá tilkynningar um það hvort og hvenær gripurinn færi á sýningu. „Þau útskýrðu að þetta væri semsagt olíukar og að þetta væri frá sextándu öld,“ segir Arnar. „Það merkilegasta við þetta er svo það að það fórust einhver skip þarna og þau grunar að það gæti fundist eitthvað meira á þessu svæði. Þannig að þetta gæti ýtt af stað frekari leit þarna.“ Að sögn Arnars er talið að flestir sem finni muni sem þessa við að kafa við eyjurnar fari ekki með það á safn, heldur reyni að selja það. Hann segir að honum hefði alls ekki þótt það rétt. „Þetta er eins og að finna einhverjar sögulegar minjar á Íslandi og ætla að selja þær,“ segir hann. „Mér myndi ekki líka sú taktík hjá ferðamönnum.“
Fornminjar Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira