Illa hefur gengið að fella leiðtoga ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2015 14:15 Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra hefur gengið illa að fella leiðtoga ISIS, en hafa fellt fjölda vígamanna. Vísir Þrátt fyrir að Bandaríkin og bandamenn þeirra hafi gert um 3.200 loftárásir og um 11.500 sprengjum hafi verið varpað, hefur gengið illa að fella æðstu leiðtoga Íslamska ríkisins. Af þeim átján æðstu hafa einungis þrír fallið í loftárásunum sem hófust í janúar. Fjórir aðrir hafa hins vegar verið felldir af öðrum aðilum eins og uppreisnarhópum í Sýrlandi. Fregnir bárust hins vegar í dag um að leiðtogi ISIS hafi særst alvarlega í loftárás í mars. Sjá einnig: Al-Baghdadi „alvarlega særður eftir loftárás“Hafa ýkt árangur sinn Um miðjan mars birtist á vef Bloomberg grein þar sem sagt var frá því að leiðtogar Bandaríkjanna hafi ýkt mannfall meðal vígamanna ISIS og leiðtoga þeirra. Þeirra á meðal var John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Á öryggisráðstefnu í Þýskalandi í febrúar sagði hann að um helmingur leiðtoga ISIS hefði verið felldur í loftárásum. Hundruð og jafnvel þúsundir vígamanna hafa fallið í loftárásunum, en einungis þrír af leiðtogum ISIS eins og áður hefur komið fram. Stærstu ákvarðanir íslamska ríkisins eru teknar í tveimur ráðum sem heita Shura- og Shariaráð. Meðlimir þess eru flestir enn við hestaheilsu. Þrátt fyrir það hafa ríkis- og svæðisstjórar verið felldir, bæði í loftárásum og í landhernaði, en nýir menn hafa gengið fljótlega inn í þau störf. Aðilar sem Bloomberg ræddi við og fylgjast með samskiptum ISIS, bæði almennum og á samfélagsmiðlum, segja að meðlimir samtakanna segi alltaf frá því að leiðtogar séu felldir. Þá með líkræðum eða þeir séu mærðir á samfélagsmiðlum.Hér má sjá yfirlit yfir þá leiðtoga ISIS sem hafa verið felldir. Þeirra á meðal er Haji Bakr, eða Samir Abd Muhanmmad al-Khlifawi.Vísir/GraphicNewsStofnandi ISIS Meðal þeirra sjö sem hafa fallið eru Samir Abd Muhammad al-Khlifawi, sem veginn var af uppreisnarmönnum í Sýrlandi í janúar í fyrra. Uppreisnarmenn eru sagðir hafa fundið skjöl í húsi Khlifawi þar sem hann hafði teiknað upp Íslamska ríkið. Skjölin eru talin sýna fram á að hann var heilinn á bakvið Íslamska ríkið og skipulagði hann yfirtöku þess á stórum svæðum í Sýrlandi. Khlifawi var áður foringi í leyniþjónustu Saddam Hussein í Írak. Hann skipulagði uppbyggingu kalífadæmisins með aðferðum sem hann lærði í þjónustu einræðisherrans. Khlifawi skipaði einnig Abu Bakr al-Baghdadi sem leiðtoga kalífadæmisins. Á vef Spiegel kemur fram Khlifawi hafi ásamt hópi manna úr leyniþjónustu Saddam Hussein, valið Baghdadi til að gefa Íslamska ríkinu trúarlegt andlit. Markmið hans hafi þó verið að ná fótfestu í Sýrlandi og gera innrás í Írak. Mið-Austurlönd Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Þrátt fyrir að Bandaríkin og bandamenn þeirra hafi gert um 3.200 loftárásir og um 11.500 sprengjum hafi verið varpað, hefur gengið illa að fella æðstu leiðtoga Íslamska ríkisins. Af þeim átján æðstu hafa einungis þrír fallið í loftárásunum sem hófust í janúar. Fjórir aðrir hafa hins vegar verið felldir af öðrum aðilum eins og uppreisnarhópum í Sýrlandi. Fregnir bárust hins vegar í dag um að leiðtogi ISIS hafi særst alvarlega í loftárás í mars. Sjá einnig: Al-Baghdadi „alvarlega særður eftir loftárás“Hafa ýkt árangur sinn Um miðjan mars birtist á vef Bloomberg grein þar sem sagt var frá því að leiðtogar Bandaríkjanna hafi ýkt mannfall meðal vígamanna ISIS og leiðtoga þeirra. Þeirra á meðal var John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Á öryggisráðstefnu í Þýskalandi í febrúar sagði hann að um helmingur leiðtoga ISIS hefði verið felldur í loftárásum. Hundruð og jafnvel þúsundir vígamanna hafa fallið í loftárásunum, en einungis þrír af leiðtogum ISIS eins og áður hefur komið fram. Stærstu ákvarðanir íslamska ríkisins eru teknar í tveimur ráðum sem heita Shura- og Shariaráð. Meðlimir þess eru flestir enn við hestaheilsu. Þrátt fyrir það hafa ríkis- og svæðisstjórar verið felldir, bæði í loftárásum og í landhernaði, en nýir menn hafa gengið fljótlega inn í þau störf. Aðilar sem Bloomberg ræddi við og fylgjast með samskiptum ISIS, bæði almennum og á samfélagsmiðlum, segja að meðlimir samtakanna segi alltaf frá því að leiðtogar séu felldir. Þá með líkræðum eða þeir séu mærðir á samfélagsmiðlum.Hér má sjá yfirlit yfir þá leiðtoga ISIS sem hafa verið felldir. Þeirra á meðal er Haji Bakr, eða Samir Abd Muhanmmad al-Khlifawi.Vísir/GraphicNewsStofnandi ISIS Meðal þeirra sjö sem hafa fallið eru Samir Abd Muhammad al-Khlifawi, sem veginn var af uppreisnarmönnum í Sýrlandi í janúar í fyrra. Uppreisnarmenn eru sagðir hafa fundið skjöl í húsi Khlifawi þar sem hann hafði teiknað upp Íslamska ríkið. Skjölin eru talin sýna fram á að hann var heilinn á bakvið Íslamska ríkið og skipulagði hann yfirtöku þess á stórum svæðum í Sýrlandi. Khlifawi var áður foringi í leyniþjónustu Saddam Hussein í Írak. Hann skipulagði uppbyggingu kalífadæmisins með aðferðum sem hann lærði í þjónustu einræðisherrans. Khlifawi skipaði einnig Abu Bakr al-Baghdadi sem leiðtoga kalífadæmisins. Á vef Spiegel kemur fram Khlifawi hafi ásamt hópi manna úr leyniþjónustu Saddam Hussein, valið Baghdadi til að gefa Íslamska ríkinu trúarlegt andlit. Markmið hans hafi þó verið að ná fótfestu í Sýrlandi og gera innrás í Írak.
Mið-Austurlönd Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira