Náttúrupassinn er dauður á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2015 13:36 Frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa er dautt og verður ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd á þessu þingi. Formaður nefndarinnar segir ráðherra hafa boðað aðrar leiðir til fjármögnunar uppbyggingar ferðamannastaða, en þær hafa enn ekki litið dagsins ljós. Frumvarp Ragnheiðrar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur vægast sagt verið umdeilt á Alþingi og í raun hvorki notið meirihlutastuðnings innan stjórnarandstöðu- né stjórnarflokkanna. Frumvarpið hefur verið til umræðu í atvinnuveganefnd Alþingis. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar hefur áður sagt að frumvarpið færi ekki út úr nefnd án mikilla breytinga. „Ég er sammála því sem fram kom hjá ráðherranum í viðtali á Bylgjunni í síðustu viku að það er ólíklegt að við afgreiðum náttúrupassann á þessu þingi eins og hann lítur út í dag,“ segir Jón.Hvað verður þá um þá nauðsynlegu fjáröflun sem allir eru að tala um að þurfi til að byggja upp ferðamannastaði landsins? „Ráðherrann verður að svara því. Hún hefur málið til skoðunar og það er á hennar verksviði. Þannig að við göfum ekki fengið nein skilaboð ennþá um hvað hún hyggst gera í þeim efnum,“ segir Jón. Náttúrupassafrumvarpið eins og það var lagt fram sé hins vegar dautt. Náttúrupassinn átti að skila milljörðum króna á næstu árum til uppbyggingar ferðamannastaða, sem allir eru sammála um að sé nauðsynleg og jafnvel bráðaðkallandi, vegna vaxandi ágangs ferðamanna á helstu ferðamannastöðum landsins. Mjög stuttur tími er eftir af vorþingi og formlegur frestur til að leggja fram þingmál án afbrigða runninn út. „Það er náttúrlega allt hægt hér á þinginu, sérstaklega ef það er sátt um málið, og um þetta mál hefur verið almenn sátt. Það er að segja um einhvers konar gjaldtöku. Þannig að ef koma fram einhverjar hugmyndir sem er víðtæk sátt um pólitískt, reikna ég með að þingið gæti brugðist við með þeim hætti að hægt væri að afgreiða það. En það eru auðvitað aðrar leiðir og þetta er ráðherrann væntanlega að skoða og hún verður að gefa upplýsingar um hvar það stendur í ráðuneytinu,“ segir Jón. Ef ekki takist sátt um aðrar leiðir á Alþingi á vorþinginu verði ekki mikið um nýjar fjárveitingar í þennan málaflokk eftir þessum leiðum. Alþingi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa er dautt og verður ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd á þessu þingi. Formaður nefndarinnar segir ráðherra hafa boðað aðrar leiðir til fjármögnunar uppbyggingar ferðamannastaða, en þær hafa enn ekki litið dagsins ljós. Frumvarp Ragnheiðrar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur vægast sagt verið umdeilt á Alþingi og í raun hvorki notið meirihlutastuðnings innan stjórnarandstöðu- né stjórnarflokkanna. Frumvarpið hefur verið til umræðu í atvinnuveganefnd Alþingis. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar hefur áður sagt að frumvarpið færi ekki út úr nefnd án mikilla breytinga. „Ég er sammála því sem fram kom hjá ráðherranum í viðtali á Bylgjunni í síðustu viku að það er ólíklegt að við afgreiðum náttúrupassann á þessu þingi eins og hann lítur út í dag,“ segir Jón.Hvað verður þá um þá nauðsynlegu fjáröflun sem allir eru að tala um að þurfi til að byggja upp ferðamannastaði landsins? „Ráðherrann verður að svara því. Hún hefur málið til skoðunar og það er á hennar verksviði. Þannig að við göfum ekki fengið nein skilaboð ennþá um hvað hún hyggst gera í þeim efnum,“ segir Jón. Náttúrupassafrumvarpið eins og það var lagt fram sé hins vegar dautt. Náttúrupassinn átti að skila milljörðum króna á næstu árum til uppbyggingar ferðamannastaða, sem allir eru sammála um að sé nauðsynleg og jafnvel bráðaðkallandi, vegna vaxandi ágangs ferðamanna á helstu ferðamannastöðum landsins. Mjög stuttur tími er eftir af vorþingi og formlegur frestur til að leggja fram þingmál án afbrigða runninn út. „Það er náttúrlega allt hægt hér á þinginu, sérstaklega ef það er sátt um málið, og um þetta mál hefur verið almenn sátt. Það er að segja um einhvers konar gjaldtöku. Þannig að ef koma fram einhverjar hugmyndir sem er víðtæk sátt um pólitískt, reikna ég með að þingið gæti brugðist við með þeim hætti að hægt væri að afgreiða það. En það eru auðvitað aðrar leiðir og þetta er ráðherrann væntanlega að skoða og hún verður að gefa upplýsingar um hvar það stendur í ráðuneytinu,“ segir Jón. Ef ekki takist sátt um aðrar leiðir á Alþingi á vorþinginu verði ekki mikið um nýjar fjárveitingar í þennan málaflokk eftir þessum leiðum.
Alþingi Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent