Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2025 10:01 Lögreglumenn bera mótmælendur á vegum No Borders út úr dómsmálaráðuneytinu í apríl 2019. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum þriggja mótmælenda sem hlutu dóma fyrir setumótmæli í dómsmálaráðuneytinu árið 2019 í Mannréttindadómstóli Evrópu. Dómstóllinn taldi ríkið ekki hafa brotið gegn samkomufrelsi mótmælendanna. Dómur Mannréttindadómstólsins hefur enn ekki verið birtur en á vefsíðu hans kemur fram að íslenska ríkið hafi ekki verið talið hafa gerst brotlegt við 11. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um samkomu- og félagafrelsi. Mótmælendurnir byggðu á því að íslensk stjórnvöld hefðu brotið gegn 10. og 11. grein sáttmálans. Tíunda greinin fjallar um tjáningarfrelsi. Mótmælendurnir þrír voru handteknir á setumótmælum samtakanna No Borders í anddyri dómsmálaráðuneytisins í apríl 2019. Kröfðust þeir fundar með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, til að ræða stöðu hælisleitenda. Lögreglumenn báru mótmælendur á endanum út úr ráðuneytinu. Þremenningarnir, þau Kári Orrason, Hildur Harðardóttir og Borys Andrzej Ejryszew voru síðar ákærð og fundin sek um að óhlýðnast lögreglu. Þeim var gert að greiða nokkur þúsund króna sekt. Ósk þeirra um leyfi til að áfrýja til Landsréttar var hafnað. Ekki sakfelld fyrir mótmælin sem slík Þau skutu málum sínum til Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2021. Héldu þau því fram að saksókninni á hendur þeim hafi verið ætlað að þagga niður í pólitískum skoðunum þeirra og fæla aðra frá því að mótmæla í framtíðinni. Þá hefði þeim ekki verið gefinn nægilegur tími til þess að yfirgefa ráðuneytið sjálfviljug. Þótt sektin sem þau voru dæmd til greiða væri ekki há hefði töluverður málskostnaður fallið til við meðferð málsins fyrir dómstólum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að mótmælendurnir hefðu ekki verið sakfelldir fyrir að taka þátt í mótmælum heldur fyrir að neita að virða fyrirmæli lögreglu. Því var kröfu þeirra á grundvelli tjáningarfrelsisgreinar sáttmálans hafnað. Þá taldi dómstóllinn það ekki hafa verið ósanngjarnt af lögreglu að vísa fólkinu út eftir að ráðuneytinu var lokað fyrir almenningi. Mótmælendurnir hefðu getað haldið mótmælum sínum áfram fyrir utan ráðuneytið. Sektir þeirra hefðu jafnframt verið vægar og málskostnaður ekki óhóflega mikill. Því taldi dómstóllinn ríkið ekki hafa brotið réttindi fólksins. Í dómnum harmaði Mannréttindadómstóllinn að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi að nær engu leyti rökstutt dóm sinn yfir fólkinu. Engu að síður taldi dómstóllinn enga ástæðu til þess að vefengja niðurstöðu héraðsdóms um að fólkið hefði gerst brotlegt við lögreglulög. Fréttin hefur verið uppfærð. Mannréttindadómstóll Evrópu Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mannréttindi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira
Dómur Mannréttindadómstólsins hefur enn ekki verið birtur en á vefsíðu hans kemur fram að íslenska ríkið hafi ekki verið talið hafa gerst brotlegt við 11. grein mannréttindasáttmála Evrópu sem fjallar um samkomu- og félagafrelsi. Mótmælendurnir byggðu á því að íslensk stjórnvöld hefðu brotið gegn 10. og 11. grein sáttmálans. Tíunda greinin fjallar um tjáningarfrelsi. Mótmælendurnir þrír voru handteknir á setumótmælum samtakanna No Borders í anddyri dómsmálaráðuneytisins í apríl 2019. Kröfðust þeir fundar með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, til að ræða stöðu hælisleitenda. Lögreglumenn báru mótmælendur á endanum út úr ráðuneytinu. Þremenningarnir, þau Kári Orrason, Hildur Harðardóttir og Borys Andrzej Ejryszew voru síðar ákærð og fundin sek um að óhlýðnast lögreglu. Þeim var gert að greiða nokkur þúsund króna sekt. Ósk þeirra um leyfi til að áfrýja til Landsréttar var hafnað. Ekki sakfelld fyrir mótmælin sem slík Þau skutu málum sínum til Mannréttindadómstóls Evrópu árið 2021. Héldu þau því fram að saksókninni á hendur þeim hafi verið ætlað að þagga niður í pólitískum skoðunum þeirra og fæla aðra frá því að mótmæla í framtíðinni. Þá hefði þeim ekki verið gefinn nægilegur tími til þess að yfirgefa ráðuneytið sjálfviljug. Þótt sektin sem þau voru dæmd til greiða væri ekki há hefði töluverður málskostnaður fallið til við meðferð málsins fyrir dómstólum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að mótmælendurnir hefðu ekki verið sakfelldir fyrir að taka þátt í mótmælum heldur fyrir að neita að virða fyrirmæli lögreglu. Því var kröfu þeirra á grundvelli tjáningarfrelsisgreinar sáttmálans hafnað. Þá taldi dómstóllinn það ekki hafa verið ósanngjarnt af lögreglu að vísa fólkinu út eftir að ráðuneytinu var lokað fyrir almenningi. Mótmælendurnir hefðu getað haldið mótmælum sínum áfram fyrir utan ráðuneytið. Sektir þeirra hefðu jafnframt verið vægar og málskostnaður ekki óhóflega mikill. Því taldi dómstóllinn ríkið ekki hafa brotið réttindi fólksins. Í dómnum harmaði Mannréttindadómstóllinn að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi að nær engu leyti rökstutt dóm sinn yfir fólkinu. Engu að síður taldi dómstóllinn enga ástæðu til þess að vefengja niðurstöðu héraðsdóms um að fólkið hefði gerst brotlegt við lögreglulög. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mannréttindadómstóll Evrópu Flóttafólk á Íslandi Dómsmál Mannréttindi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Sjá meira