Lóðaverð tífaldast á tíu árum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. apríl 2015 13:21 Lóðaverð hefur á á síðustu tíu til ellefu árum tífaldast. Árið 2004 var það 500 þúsund krónur en er nú komið yfir fimm milljónir. Mikil vöntun er á húsnæði á viðráðanlegu verði og er húsnæðisskortur farinn að hamla vexti á höfuðborgarsvæðinu. „Lóðaverð er faktor í fjármögnun sveitarfélaga og skiptir þar af leiðandi mánuði. Við leyfum okkur alveg að benda sveitarfélögunum á að þetta verði að skoða og líka á það að gjaldskrár megi vera sveigjanlegri og ýta aðeins undir þarfir og auðvitað getu,“ sagði Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í Umræðunni í Íslandi í dag í gær. Almar ræddi málið ásamt Guðrúnu Ingvarsdóttur, þróunarstjóra Búseta. Þau bentu á það að hrunið hafi verið stór áhrifaþáttur þess að skortur sé á húsnæði. Það hafi haft gríðarleg áhrif á framkvæmdir, byggingariðnað og fjármögnun verkefna. Langan tíma taki að koma hlutunum aftur af stað.Hægt að lækka byggingarkostnað um 4 til 6 milljónir Hann sagði að hægt væri að lækka byggingarkostnað um fjórar til sex milljónir og þannig auka framboð ódýrari íbúða, með því að fara vandlega í hlutina með opinberum aðilum, sveitarfélögum og skoðun á byggingarreglugerðinni. Með því mætti lækka byggingarkostnað um allt að þrjátíu prósent. „Það eru margir hlutir í þessu sem vinna beinlínis að því að það séu frekar byggðar stærri íbúðir, jafnvel þó það séu fjölbýli, heldur en þær minni. Svo sjáum við auðvitað þessa hópa yngra fólks og eldra líka sem kalla eftir því að við byggjum hagkvæmar,“ sagði hann. Guðrún sagði það ekki eiga að koma neinum á óvart að þörfin sé mikil núna. Það hafi legið ljóst fyrir í nokkurn tíma en að stjórnvöld séu of lengi að bregðast við. „Það er alveg skýr fylgni að þegar það verður þensla eða samdráttur, annað hvort dýfa eða uppsveifla, þá hrynur framleiðnin hjá okkur. Þegar við erum í meðal ástandi, til dæmis tímabilið 2001-2001, þá er tímabil þar sem framleiðnin er vel yfir því sem aðrar atvinnugreinar sýna. Svo strax þegar farið er að gefa í, í átt að uppsveiflunni, þá hrynur framleiðnin og heldur áfram að hrynja við hrunið,“ sagði hún.Þúsundir í leit að húsnæði Um átta þúsund manns er nú að leitast eftir litlu ódýru húsnæði, annað hvort með því að leigja eða kaupa. Greiðslumat bankanna og Íbúðarlánasjóðs gerir þór áð fyrir föstum mánaðarlegum tekjum og ekki öðru en að fólk reki bíl. Það verður til þess að margt ungt fólk getur ekki keypt sér fasteisn þó svo innborgun sé til staðar. Leigumarkaðurinn er óþróaður og óöruggur, en um það var rætt í þættinum sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Lóðaverð hefur á á síðustu tíu til ellefu árum tífaldast. Árið 2004 var það 500 þúsund krónur en er nú komið yfir fimm milljónir. Mikil vöntun er á húsnæði á viðráðanlegu verði og er húsnæðisskortur farinn að hamla vexti á höfuðborgarsvæðinu. „Lóðaverð er faktor í fjármögnun sveitarfélaga og skiptir þar af leiðandi mánuði. Við leyfum okkur alveg að benda sveitarfélögunum á að þetta verði að skoða og líka á það að gjaldskrár megi vera sveigjanlegri og ýta aðeins undir þarfir og auðvitað getu,“ sagði Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í Umræðunni í Íslandi í dag í gær. Almar ræddi málið ásamt Guðrúnu Ingvarsdóttur, þróunarstjóra Búseta. Þau bentu á það að hrunið hafi verið stór áhrifaþáttur þess að skortur sé á húsnæði. Það hafi haft gríðarleg áhrif á framkvæmdir, byggingariðnað og fjármögnun verkefna. Langan tíma taki að koma hlutunum aftur af stað.Hægt að lækka byggingarkostnað um 4 til 6 milljónir Hann sagði að hægt væri að lækka byggingarkostnað um fjórar til sex milljónir og þannig auka framboð ódýrari íbúða, með því að fara vandlega í hlutina með opinberum aðilum, sveitarfélögum og skoðun á byggingarreglugerðinni. Með því mætti lækka byggingarkostnað um allt að þrjátíu prósent. „Það eru margir hlutir í þessu sem vinna beinlínis að því að það séu frekar byggðar stærri íbúðir, jafnvel þó það séu fjölbýli, heldur en þær minni. Svo sjáum við auðvitað þessa hópa yngra fólks og eldra líka sem kalla eftir því að við byggjum hagkvæmar,“ sagði hann. Guðrún sagði það ekki eiga að koma neinum á óvart að þörfin sé mikil núna. Það hafi legið ljóst fyrir í nokkurn tíma en að stjórnvöld séu of lengi að bregðast við. „Það er alveg skýr fylgni að þegar það verður þensla eða samdráttur, annað hvort dýfa eða uppsveifla, þá hrynur framleiðnin hjá okkur. Þegar við erum í meðal ástandi, til dæmis tímabilið 2001-2001, þá er tímabil þar sem framleiðnin er vel yfir því sem aðrar atvinnugreinar sýna. Svo strax þegar farið er að gefa í, í átt að uppsveiflunni, þá hrynur framleiðnin og heldur áfram að hrynja við hrunið,“ sagði hún.Þúsundir í leit að húsnæði Um átta þúsund manns er nú að leitast eftir litlu ódýru húsnæði, annað hvort með því að leigja eða kaupa. Greiðslumat bankanna og Íbúðarlánasjóðs gerir þór áð fyrir föstum mánaðarlegum tekjum og ekki öðru en að fólk reki bíl. Það verður til þess að margt ungt fólk getur ekki keypt sér fasteisn þó svo innborgun sé til staðar. Leigumarkaðurinn er óþróaður og óöruggur, en um það var rætt í þættinum sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan.
Umræðan Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun